Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Kauptún 6 - Deiliskipulagsbreyting

28.11.2024

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Kauptúns í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Kauptúns í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni Kauptúni 6 til suðurs og austurs sem nemur alls um 2.580 m².

Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að gera ráð fyrir bílastæðum á þeim tveimur svæðum sem bætast við lóðina.

Lóðin yrði eftir sem áður innan landnotkunarreits 5.03 VÞ fyrir verslun og þjónustu í Kauptúni í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.



Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 1391/2024).

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gerfinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 9. janúar 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is, eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.