Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Lyngássvæði, L1 og L2

27.12.2018

Tillaga að deiliskipulagi - forkynning

Í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Lyngássvæðis, L1 og L2.

Svæðið afmarkast af Lyngási, Ásabraut og Stórási. Tillagan byggir á áherslu rammaskipulags og stefnu aðalskipulags. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð en einnig atvinnuhúsnæði við Lyngás.

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar frá 27. desember 2018.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar um tillögurnar á netfangið skipulag@gardabaer.is

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 28. janúar 2019.

Boðað er til íbúafundar í Flataskóla miðvikudaginn 9. janúar klukkan 17:15-19:00. Þar verður tillagan kynnt og spurningum svarað. Kynning á íbúafundi.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri