Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Maríugata 5-7. Breyting á deiliskipulagi.

5.2.2021

Tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Austurhluta. 

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1. mgr. 43. gr. eftirfarandi tillögu:

Maríugata 5-7, tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Austurhluta.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að lóðinni og byggingarreit verði skipt í tvennt og íbúðum fjölgað um 8 (úr 34 í 42), að íbúðum stærri en 90 m2 fækkar, byggingarreitur inndreginnar þakhæðar breytist og að heimilt verði að svalir teljist til uppbrots bygginga með ákveðnum skilyrðum. Heildar byggingarmagn og hámarkshæð breytist ekki.

Fyrirhugað er að á lóðunum rísi byggingar á vegum byggingarfélagsins Bjargs og byggingarsamvinnufélagsins Búseta og hefur breytingartillagan það að markmiði að koma til móts við áherslur þeirra.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 5. febrúar 2021 til og með 19. mars 2021. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 19. mars 2021. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ eða á netfangið skipulag@gardabaer.is .