Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Mávanes og Blikanes. Forkynning

5.2.2021

Tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness. 

Í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á eftirfarandi tillögu að breytinguá deiliskipulagi. 

Mávanes og Blikanes, tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness

Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreitum fyrir neðri hæð á framlóð húsa ofan götu í Blikanesi og Mávanesi. Gert er ráð fyrir 70 m2 (7x10 m) byggingarreit.

Markmiðið er að skapa möguleika á nýtingu framlóða um leið og tillit er tekið til götumyndar og að áhrif viðbyggingar á aðliggjandi lóðir séu sem minnst.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 5. febrúar 2021 til og með 5. mars 2021. Einnig eru þær aðgengilegar á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar við tillögurnar.

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út föstudaginn 5. mars 2021. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is .