Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Skipulags- og matslýsing fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, íþrótta- og útivistarsvæði

26.8.2022

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt skipulags- og matslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, íþrótta- og útivistarsvæði skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt skipulags- og matslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, íþrótta- og útivistarsvæði skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Innan deiliskipulagsins er Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) í Vetrarmýri og útivistarskógur Skógræktarfélags Garðabæjar í Smalaholti. Deiliskipulagið tekur líka til breyttrar og framlengdrar legu Vífilsstaðavegar að Kjóavöllum. Skipulagssvæðið er um 130 ha. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að samþætta golf- og skógræktarsvæðin með áherslu á ofanvatnslausnir, íþróttaiðkun og útivist auk breyttrar veglínu hluta Vífilsstaðavegar að Kjóavöllum.

Deiliskipulagið fellur undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana þar sem deiliskipulagið mun fela í sér framkvæmd (golfvöll) sem háð er mati á umhverfisáhrifum.

Hægt er að skila inn ábendingum vegna lýsingarinnar á netfangið skipulag@gardabaer.is eða í þjónustuver til og með 26. september 2022.