Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Stígakerfi Garðabæjar - Aðalskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með vinnslutillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 til forkynningar, í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2020.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með vinnslutillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 til forkynningar, í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2020.
Tillagan gerir ráð fyrir því að gerð sé breyting á ákvæðum sem ná til stígakerfa í 4. kafla aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Viðfangsefni breytingartillögunnar er heildarendurskoðun á stígakerfi Garðabæjar og er áætluninni ætlað að vera til leiðbeiningar fyrir deiliskipulagsgerð, verkhönnun og uppbyggingu stíga í Garðabæ til framtíðar. Markmiðið er að til verði stefna um vistvænar samgöngur og uppbyggingu stígakerfisins í þágu útivistar og lýðheilsu og umhverfisverndar, með öryggi að leiðarljósi.
Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 387/2025).
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 30. apríl 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is.