Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Stígakerfi Garðabæjar - Verkefnalýsing

19.4.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með verkefnislýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, stígakerfi Garðabæjar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

2023-04-17_Cartoon-stigakerfi-01_1681905571889

Í verkefnislýsingu er gerð grein fyrir fyrirhugaðri endurskoðun á stígakerfi sem fjallað er um í 4. kafla greinargerðar Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 og kemur einnig fram á uppdráttum. Einnig mun endurskoðunin ná til stefnu aðalskipulags vegna almenningssamgangna.

Endurskoðunin mun verða sett fram sem breyting á aðalskipulagi í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Lýsingin er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar til og með 2.júní 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.