Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Tillaga að breytingum deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga og deiliskipulags Molduhrauns

14.12.2022

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga og tillögu að breytingu deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 1. mgr. 43. greinar og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga og tillögu að breytingu deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 1. mgr. 43. greinar og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lautargata 1, 3 og 5. Tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga.

Tillagan gerir ráð fyrir því að ein hæð bætist við undir aðkomuhæð til aðlögunar að landslagi. Hæðarkóti aðkomuhæðar breytist ekki. Íbúðum á hverri lóð er fjölgað um tvær, úr 8 í 10 og eru viðbótaríbúðir undir 90 m2 að stærð. Heildarfjöldi íbúða á lóðunum þremur hækkar úr 24 í 30. Ákvæði um eitt gestastæði á lóð er fellt niður en gott framboð er af gestastæðum innar í götunni.

Austurhraun 9 – Tillaga að breytingu deiliskipulags Molduhrauns

Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingareitur fyrir stakstæðar byggingar sé felldur út og í stað þess stækki byggingarreitur lóðarinnar til norðvesturs.


Tillögurnar eru aðgengilegar hér á vef Garðabæjar  og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 25. janúar 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.