Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Urriðaholt forkynning.

18.9.2020

Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og nýtt deiliskipulag Urriðaholts norðurhluta 4.

URRIÐAHOLT FORKYNNING. BREYTING Á AÐALSKIPULAGI GARÐABÆJAR 2016-2030 OG NÝTT DEILISKIPULAG URRIÐAHOLTS NORÐURHLUTA 4.

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur vísað tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar í Urriðaholti og endurauglýsingar á deiliskipulagi Norðurhluta 4 í Urriðaholti, sem nú er endurauglýst, til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Deiliskipulagstillagan nær til svæðis fyrir nýja íbúðabyggð og atvinnustarfsemi norðan við Urriðaholtsstræti, auk útivistarsvæðis næst Flóttamannavegi. Einnig felur tillagan í sér endurskoðun á hluta af deiliskipulagi fyrsta áfanga Urriðaholts, sem kallað er Viðskiptastræti og náði yfir Urriðaholtsstræti 6-8 og næstu hús. Við gildistöku deiliskipulags Norðurhluta 4 fellur deiliskipulag Urriðaholts Viðskiptastrætis úr gildi.  

 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar nær til svæðis norðan við Urriðaholtsstræti og er markmið aðalskipulagsbreytingarinnar að setja fram á skýran hátt að íbúðarbyggð er heimil á því svæði sem þarna er vísað til ásamt atvinnuhúsnæði.  

Gögn vegna forkynningar eru aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar til og með 15. október 2020, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.