Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Urriðaholt norðurhluti 4. áfangi - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Tillagan gerir ráð fyrir breyttri legu Flóttamannvegar og undirgöngum undir veginn við göngustíg sem liggur milli Vífilsstaðahrauns og norðurhlíðar Urriðaholts. Einnig er gert ráð fyrir að reiðstígur sem liggur meðfram Flóttamannavegi verði felldur út.
Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 11. maí 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.