Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Vetrarmýri - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vetrarmýri – Deiliskipulagsbreyting
Tillagan gerir ráð fyrir t.a.m. breytingum á lóðum 13, 11, 15, 17 og 19. Á Vorbraut 19 er starfseminni breytt í atvinnu og horft er til að byggja á lóðinni þjónustumiðstöð fyrir aldraða auk hjúkrunarheimilis. Knattspyrnuleikvangur er færður austar og stúkubyggingar sameinaðar í eina byggingu að vestanverðu. Byggingin verður fyrst og fremst fyrir verslun og þjónustu. Gerð er heimild fyrir bílakjallara undir stúkubyggingu. Byggingarreitir eru víkkaðir að garði en á móti er sett bundin byggingarlína að götu á lóðunum Vetrarbraut 6-12, 16-28 og 32-34. Hámarksstærðir breytast ekki.
Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 489/2025) .
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gerfinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 21. maí 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is