Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Vetrarmýri og Smalaholt - Deiliskipulag - Forkynning

23.1.2025

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með vinnslutillögu skipulagsnefndar að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts til forkynningar, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með vinnslutillögu skipulagsnefndar að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts til forkynningar, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan fjallar um golfvöll í Vetrarmýri, íþróttaæfingasvæði við Miðgarð, útivistarskóg í Smalaholti og náttúrugarð við Vífilsstaðavatn. Einnig fjallar skipulagið um umferðarmál á svæðinu og fest er lega framlengds Vífilsstaðavegar, Flóttamannavegar og Elliðavatnsvegar í breyttri legu. Fjallað er sérstaklega um umferðartengingar úr Hnoðraholti í Leirdalsop, þ.e. Vorbraut við Þorrasali. Sá kafli vegarins er tekinn út úr deiliskipulagi Hnoðraholts norður og færður inn í deiliskipulag það sem hér um ræðir. Leiðbeinandi lega stíga er ákvörðuð sem og staðsetning nýrra undirganga við Vífilsstaðavatn.



Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 81/2025).

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 24. febrúar 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is, eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.