Gróður og ræktun

Garðyrkjudeild sér um hirðingu og viðhald opinna svæða í bæjarlandi.

Garðyrkjudeild

Forstöðumaður: Smári Guðmundsson garðyrkjustjóri
netfang: smarig@gardabaer.is

Hlutverk Garðyrkjudeildar:

  • Sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald opinna svæða, leiksvæða og stofnanalóða, leikskóla- og skólalóða.
  • Sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald sparkvalla, körfuboltavalla og hjólabrettasvæða.
  • Sér vinnuskóla fyrir verkefnum og fer með umsjón og rekstur skólagarða í Silfurtúni, sem eru starfræktir í júní og júlí.
  • Hefur umsjón með leigu garðlanda og matjurtareita til almennings, sem starfræktir eru frá maí til sept. Garðarnir eru leigðir út tættir og merktir.
  • Ráðgjöf til íbúa er veitt hvað varðar hirðingu gróðurs á lóðum.

Trjágróður

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.  Garðeigendur eru minntir á að byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 7.2.2  setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka.

Seinni hluti vetrar og byrjun vors er yfirleitt talin henta vel til klippinga, m.a. þar sem greinabygging lauffellandi trjáa- og runnaplantna er vel sýnileg. Klippingar eru flestum garðtrjám og runnum nauðsynlegar til að þeir þrífist sem best. Greinar sem eru dauðar, sjúkar eða hafa óæskilega vaxtarstefnu þarf að fjarlægja. Einnig getur þurft að formklippa tré og runna í samræmi við ræktunartilgang og það rými sem er til staðar.

Tré og runna við lóðarmörk, t.d. við gangstéttar þarf að klippa og forma þannig að gangandi komist leiðar sinnar og þjónustutæki geti ekið um hindrunarlaust. Garðyrkjustjóri Garðabæjar gerir árlega úttekt á trjágróðri við lóðarmörk. Úttektin er gerð til að fyrirbyggja slys, tjón og ýmis óþægindi sem fylgt getur því að gróður vaxi út fyrir rými sitt. Garðeigendur og umsjónarmenn opinna svæða þurfa einnig að hafa í huga að valda nágrönnum sínum ekki óþægindum vegna gróðurs á lóðarmörkum.

Ítarefni

Grein um umhirðu trjágróðurs og trjáklippingar

Umhirða trjágróðurs - kynning frá fræðslufundi, Magnús Bjarkling landlagstæknir og Baldur Gunnlaugsson skrúðgarðyrkjutæknir.

Markmið Garðabæjar varðandi trjágróður



Matjurta- og skólagarðar

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða til ræktunar matjurta á sumrin. Sjá nánari upplýsingar um matjurtagarða Garðabæjar hér.

Skólagarðar eru í Silfurtúni fyrir börn á aldrinum 6-13 ára. Nánari upplýsingar um skólagarðana.

Leiðbeiningar um matjurtaræktun.