Sundlaugar í Garðabæ
Í Garðabæ eru reknar tvær almenningssundlaugar, í Ásgarði og við Breiðumýri á Álftanesi.
Aðgangsmiðar sundlauganna á Garðakortum, bæði á stafrænum kortum og á plastkortum, gilda í báðar laugarnar jafnt.
Gjaldskrá sundlauga má finna hér.
Garðakortið og stafrænt sundkort
Gestir sundlauganna í Garðabæ geta afgreitt sig sjálfir með Garðakortinu. Það eru 2 tegundir af Garðakortum - stafrænt kort sem fer í síma og áfyllingarkort úr plasti. Sjá nánari upplýsingar um kortin hér.
- Stafræn kort í símann
a) Stafrænt kort í símann er keypt á sölusíðu kortanna, gardakort.is Ef kort er útrunnið eða skiptakort fullnýtt er farið aftur á gardakort.is til að kaupa nýtt stafrænt kort í símann.
b) Stafrænu kortin koma um leið og búið er að greiða fyrir þau á gardakort.is og í Iphone fara kortin inn í Wallet en í Samsung/Android símum fara kortin inn í Google Wallet (athuga var áður í veskislausninni/appinu SmartWallet).
c)Kvittun fyrir stafrænu kortin má finna í þjónustugátt Garðabæjar undir flipanum Gjöld.
d) a) Ef korthafi stafræns korts hefur tekið kortið út úr veskislausn eða skipt um síma getur viðkomandi fundið slóð í kortið sitt í tölvupósti frá noreply@smartsolutions.is ef viðkomandi hefur gefið upp netfang við kaup á kortinu. Annars þarf að senda póst á netfang Garðabæjar gardabaer@gardabaer.is og með upplýsingum til að óska eftir slóð á kortið. - Áfyllingarkort úr plasti
a)Plastkort eru keypt í afgreiðslum sundlauganna og þar er líka hægt að kaupa áfyllingu á þau. Stofnkostnaður er fyrir plastkort í fyrsta skipti og einnig ef kort glatast eða þarfnast endurnýjunar. Inneign á plastkortum er ekki færanleg yfir á stafrænu kortin. - Gjaldfrjáls aðgangur
a) Kortin eru gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri og fyrir 67 ára og eldri og geta báðir aldurshópar sótt sér stafræn árskort í símana með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á gardakort.is.
b) Aðrir hópar sem fá gjaldfrjálsan aðgang í sundlaugar, svo sem öryrkjar geta einnig sótt stafræn árskort með því að fyrst senda tölvupóst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is
c) Allir þessir hópar geta jafnframt fengið plastkort (en greiða stofnkostnað fyrir plastkortin) með því að framvísa skilríkjum í afgreiðslu sundlauganna.
Opnun sundlauga á helgidögum
Hér að neðan má sjá upplýsingar um opnun sundlauga á helgidögum.
Helgidagur | Ásgarðslaug | Álftaneslaug |
Skírdagur | 06:30-22:00 | 06:30-22:00 |
Föstudagurinn langi | LOKAÐ | LOKAÐ |
Páskadagur | LOKAÐ | LOKAÐ |
Annar í páskum | 06:30-22:00 | 06:30-22:00 |
Sumardagurinn fyrsti | 06:30-22:00 | 06:30-22:00 |
1. maí | LOKAÐ | LOKAÐ |
Uppstigningardagur | 06:30-22:00 | 06:30-22:00 |
Hvítasunnudagur | 08:00-18:00 | 10:00-18:00 |
Annar í hvítasunnu | 06:30-22:00 | 06:30-22:00 |
17. júní | LOKAÐ | 10:00-14:00 |
Frídagur verslunarmanna | 06:30-22:00 | 06:30-22:00 |
Þorláksmessa | Venjuleg opnun | Venjuleg opnun |
Aðfangadagur | (06:30) 08:00-11:30 | (06:30) 09:00-11:30 |
Jóladagur | LOKAÐ | LOKAÐ |
Annar í jólum (25. desember) | LOKAÐ | LOKAÐ |
Gamlársdagur (31. desember) | (06:30) 08:00-11:30 | (06:30) 09:00-11:30 |
Nýársdagur (1. janúar) | LOKAÐ | LOKAÐ |