Forvarnir og fræðsla

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar fylgir eftir stefnumótun í lýðheilsu og þróun forvarna í bæjarfélaginu. 

Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar

Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 18. febrúar 2021. Hin nýja lýðheiðslu- og forvarnarstefna tekur við af eldri forvarnarstefnu sem var í gildi frá 2014-2018 (en forvarnastefna var fyrst samþykkt af bæjarstjórn í desember 2006).

Gegn einelti í Garðabæ

Til þess að fyrirbyggja einelti þarf samstillt átak og ábyrgð nemenda, forráðamanna og starfsmanna skólans. Miðlun góðra lífsgilda, regluleg fræðsla og umræður um eineltismál og afleiðingar þeirra eru nauðsynlegar. Allir þurfa að deila ábyrgð, sýna virðingu og láta sig líðan annarra varða.

Velferð barna í Garðabæ

Velferð barna í Garðabæ er verkefni sem stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.