Grunnskólar í Garðabæ
Í Garðabæ velja foreldrar skóla fyrir barn sitt og bera ábyrgð á að innrita barnið í þann skóla sem þeir velja.
Skólarnir sem innrita börn í 1. bekk kynna starf sitt fyrir foreldrum verðandi grunnskólanemenda í febrúar/mars ár hvert. Einnig fer fram kynning fyrir nemendur sem eru að fara í 8. bekk og foreldra þeirra á þeim kostum sem nemendur í Garðabæ hafa á efsta stigi grunnskóla.
Innritun er rafræn og umsókn er á þjónustugátt Garðabæjar.