Eldri borgarar

Upplýsingar um þjónustu við eldri borgara í Garðabæ

Forstöðumaður öldrunar- og heimaþjónustu í Garðabæ:

Ingibjörg Valgeirsdóttir 
sími: 512 1550 
netfang: ingibjorg@gardabaer.is
Aðalnúmer í öldrunar- og heimaþjónustu er 512 1500


Afsláttur af fasteignagjöldum

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi skv. viðmiðunarfjárhæðum sem bæjarráð hefur samþykkt.  

Einstaklingar: 
Einstaklingar með tekjur árið 2016 allt að kr. 5.000.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. 
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 5.500.000.

Hjón: 
Hjón með tekjur árið 2016 allt að kr. 6.400.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. 
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 13.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 7.700.000.  Ekki þarf að sækja um lækkunina. 

Gjalddagar:

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2018 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október.

Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru 25.000 kr eða lægri er einn gjalddagi 15. apríl 2018.

Bæjarritari


Ísafold -  þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð

Á fyrstu hæð Ísafoldar er þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara þar sem m.a. er iðjuþjálfun, dagdvöl, eldhús, matstofa, hárgreiðslustofa, fótaðgerðastofa, hreyfisalur, aðstaða heimaþjónustu og sjúkraþjálfun. Bakarí er í húsnæðinu sem er kærkomin þjónusta við við heimilismenn og aðra íbúa á Sjálandi.

Ísafold - dagþjálfun

Dagþjálfun fyrir eldri borgara í Garðbæ. 

Dvöl er tímabundin, ýmist dagleg eða nokkra daga í viku. Opið er frá kl. 09:00 til 15:00 alla virka daga. Lokað er alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Gengið er inn um inngang á austurhlið hússins til móts við Sjálandsskóla. Alls eru 20 rými í dagdvöl Ísafoldar.

Í dagdvöl er boðið upp fjölbreytta dagskrá í formi heilsueflingar og afþreyingar. Markmið starfsins er að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda virkni og þátttöku í daglegum athöfnum. Gætt er að andlegri og líkamlegri líðan dvalargesta og þátttöku þeirra í félagsstarfi.

Félagsstarf og viðburðir:

Viðfangsefni félagsstarfs er mismunandi eftir áhugasviði og árstímum. Fjölbreyttir viðburðir eru reglulega á dagskrá á Ísafold - þjónustumiðstöð.  Helst má nefna söngskemmtanir, dansleiki, bingo, prjónakaffi Rauða Krossins og reglulegar heimsóknir frá nemendum bæjarins. Þar er boðið upp á félagslega samveru, upplestur úr dagblöðum og bókum, gönguferðir, leikfimi, sjónvarpsþætti og fleira.

Veitingar:
Dagdvalargestum er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi á Ísafold.

Forföll: Gestir eru beðnir að tilkynna forföll í síma 535-2211.

Ferðaþjónusta:
Ferðaþjónusta sér um akstur til og frá heimilum þeirra sem það þurfa.

Gjaldtaka:
Notendur dagþjálfunar greiða daggjald (1.020 kr.) fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum.  Innifalið í gjaldi er akstur og fæði.

Umsóknir:
Dagdvalargestir geta verið 1 - 5 daga í viku í dagdvöl. Umsóknir og upplýsingar eru í höndum Guðbjargar Björnsdóttur deildarstjóra.

Guðbjörg Björnsdóttir s:  535 2217 / 824 2217 Netfang: mailto:gudbjorgbj@isafoldin.is

Önnur þjónusta: 

  • Fótaaðgerðarstofan Sjálandi.  Opin frá kl. 9:00 - 17:00 alla virka daga.
  • Hársnyrtistofan Ísafold. Opin frá kl. 9:30 - 16:00 alla virka daga. 
  • Bakarí, er staðsett á fyrstu hæð Ísafoldar og er innangengt er í dagdvöl frá því. 
  • Sjúkraþjálfun (að fenginni tilvísun frá lækni) Jón Vídalín sjúkraþjálfari Ísafoldar

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1185-2014

Félags- og íþróttastarf

Umsjónarmaður félags- og íþróttastarfs fyrir eldri borgara í Garðabæ

Umsjónarmaður félags-og íþróttastarfs 
Skrifstofa í Jónshúsi, Strikinu 6, 210 Garðabær
Sími: 512-1501 / 617 1501 
berglindpe@gardabaer.is

 Aðalnúmer í öldrunar- og heimaþjónustu Garðabæjar: 512 1500

Jónshús, félagsmiðstöð fyrir eldri borgara

Strikið 6, 210 Garðabær
Símar: 512 1501 / 512 1502 / 512 1500
Opnunartími: 9:30 - 16:00 alla virka daga

Heitur matur í hádeginu
Í Jónshúsi er boðið upp á heitan hádegismat. 
Panta þarf mat með dags fyrirvara í síma: 512-1501 / 512 1502 / 617 1502   

Litlakot, félagsmiðstöð fyrir eldri borgara

Litlakot er staðsett á lóð leikskólans Krakkakots
Skólavegur, 225 Álftanes

Starfsmaður Litlakots
Sími: 864 1627 / 821 5014 / 512 1500
vilborggu@gardabaer.is

Kirkjuhvoll, smiðjur fyrir námskeið

Kirkjuhvoll er í kjallara safnaðarheimilis Vídalínskirkju
Kirkjulundur 4, 210 Garðabæ

Í Kirkjuhvoli fara fram námskeið fyrir eldri borgara, t.d.: 
- Tréútskurður, rennismíði
- Glerlist
- Zumbadans

Frekari upplýsingar veitir umsjónarmaður félags- og íþróttastarfs
Sími: 512-1501 / 617 1501 
berglindpe@gardabaer.is                                          

Félag eldri borgara í Garðabæ

Félag eldri borgara í Garðabæ FEBG
Skrifstofa í Jónshúsi, Strikinu 6, 210 Garðabæ
Opnunartími: Miðvikudagar kl. 13:30-15:30. Lokað í júlí. 
Sími: 565 6627
Nánari upplýsingar eru á vef félagsins http://febg.is/ 

Færni- og heilsumat


Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Umsókn á vef Heilsugæslunnar

Þegar fólk getur ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning heilbrigðis- og félagsþjónustu er tímabært að sækja um færni- og heilsumat sem er forsenda þess að fá dvalar- eða hjúkrunarrými. Færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi metur þörf fólks fyrir hjúkrunar- og dvalarheimili.

Færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur aðsetur að Þönglabakka 1, 109 Reykjavík ('í Mjódd), hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á vef Heilsugæslunnar er hægt að nálgast umsóknareyðublað vegna heilsu- og færnismats.

Gildistími færni- og heilsumats sem samþykkt hefur verið eru tólf mánuðir frá staðfestingu þess. Hafi einstaklingi ekki boðist að flytja á hjúkrunar- eða dvalarheimili innan þess tíma þarf að endurnýja matið.

Lífeyrisgreiðslur

Ástæða er til að vekja athygli umsækjenda um færni- og heilsumat á því að þegar lífeyrisþegi flyst á hjúkrunar- eða dvalarheimili falla niður lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). 

Þegar greiðslur falla niður myndast réttur til vasapeninga sem eru tekjutengdir. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér þátttöku í dvalarkostnaði og kostnað við búsetu. Frekari upplýsingar eru á vef Tryggingastofnunar ríkisins.

Ítarlegri upplýsingar um færni- og heilsumat er að finna á vef Embættis landlæknis.

Í Garðabæ veitir upplýsingar:
Margrét Hjaltested félagsráðgjafi, forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu
Ísafold, þjónustumiðstöð
sími: 512-1551 / 512-1500
netfang: margrethj@gardabaer.is

Garðþjónusta

Niðurgreiðsla garðsláttar fyrir elli- og örokulífeyrisþega sumarið 2017

Garðabær greiðir niður garðslátt og hirðingu um kr. 2.000 (m.vsk) hjá elli- og örorkulífeyrisþegum sem búa í einbýlis- eða raðhúsum. 
Afsláttur verður þó aldrei hærri en sem nemur helmingi kostnaðar vegna sláttar og hirðingar í hvert skipti.

Afláttur er ekki veittur vegna íbúða í fjölbýli þar sem rekstur fasteignar og lóðar er í umsjón og ábyrgð viðkomandi húsfélags.

Afslátturinn er veittur að hámarki þrisvar sinnum á sumri. 

Afsláttur er óháður því hvar þjónustuþegar kaupa þjónustuna svo lengi sem um er að ræða fyrirtæki með útgefið starfsleyfi.

Þjónustuþeginn (eldri borgarinn/öryrkinn) greiðir reikning fyrirtækisins, þ.e. fullt gjald og kemur svo með reikninginn/reikningana í Þjónustuver Garðabæjar. Reikningunum þarf að fylgja upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang og bankareikning þjónustuþega. Á reikningi þarf einnig að koma fram dagsetning sláttar, fjöldi vinnustunda og heildarkostnaður. Veittur afsláttur, 2.000 kr af hverjum reikningi, verður þá endurgreiddur inn á bankareikning þjónustuþega.

Nánari upplýsingar veitir:
Þjónustuver Garðabæjar
sími: 525-8500

Upplýsingar vegna garðvinnu

Vinnuskóli Garðabæjar sér um aðstoð við garðvinnu frá byrjun júní, aðra en garðslátt. 
Nánari upplýsingar og beiðni um aðstoð berist til Vinnuskólans í síma 590-2575 eða í síma 820-8570

Ísafold - hjúkrunarheimili

Ísafold, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð
Strikinu 3
210 Garðabær
sími: 535 2200
http://www.hrafnista.is/

Heimili 60 einstaklinga

Ísafold tók til starfa í apríl 2013 og er það rekið af Hrafnistu. Hjúkrunarheimilið er á annarri, þriðju og fjórðu hæð Ísafoldar og þar eru rými fyrir 60 heimilismenn.Nánari upplýsingar eru á vef Hrafnistu 

Íbúðir fyrir aldraða

Félagslegar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri

Að Kirkjulundi 6 og 8 eru 3 leiguíbúðir í eigu Garðabæjar sem leigðar eru eldri borgurum í Garðabæ. 

Nánari upplýsingar: 
Bæjarskrifstofur Garðabæjar 
Sími: 525 8500

Afgreiðslutími: 
Mánudagar - miðvikudagar: kl. 8:00 - 16:00
Fimmtudagar: kl. 8:00 - 18:00
Föstudagar: kl. 8:00 - 14:00.

Á Hleinum í nágrenni við Hrafnistu í Hafnarfirði hefur stjórn Sjómannadagsráðs haft forgöngu um uppbyggingu lítilla raðhúsa. Reistar hafa verið 54 íbúðir, ýmist í eigu félagasamtaka eða einstaklinga. Skilyrði fyrir búsetu eru þau að íbúar séu 60 ára eða eldri og eiga þeir kost á ýmis konar þjónustu sem veitt er á Hrafnistu.

Nánari upplýsingar: 
Skrifstofa Hrafnistu í Hafnarfirði
Sími 565 3000

Afgreiðslutími: 
Allir virkir dagar kl. 9:00 - 16:00

Ísafold - félagsleg heimaþjónusta

Kost á félagslegri heimaþjónustu eiga þeir sem ekki geta hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getur s.s. vegna fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

Nánari upplýsingar um félagslega heimaþjónustu.