Eldri borgarar

Upplýsingar um þjónustu við eldri borgara í Garðabæ

Stuðnings- og öldrunarþjónusta Garðabæjar

Ísafold - Strikinu 3
Sími 512-1500
Opið virka daga frá kl. 9-16
Almennt netfang: heimathjonusta@gardabaer.is

Forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar er Þóra Gunnarsdóttir
Netfang; thoragunn@gardabaer.is
Sími: 512-1500

Ráðgjafar í stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar:

Gyða María Marvinsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu
Sími: 512-1500
Netfang: gydama@gardabaer.is

Sandra Jónsdóttir, félagsráðgjafi
Sími 512-1500
Netfang: sandrajonsdo@gardabaer.is

Hægt er að senda rafræn gögn á öruggan hátt með Signet Transfer, til stuðnings- og öldrunarþjónustu með því að smella hér.

Vegvísir, upplýsingarit um starfsemi og þjónustu við eldri borgara í Garðabæ (pdf-skjal).

Stefna í málefnum eldri borgara 2016-2026 

Aðgerðaráætlun 2017-2018 og 2017-2020

Afsláttur af fasteignagjöldum

 

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi skv. viðmiðunarfjárhæðum sem bæjarráð hefur samþykkt.  Upplýsingar um fasteignagjöld og afslátt af þeim má finna hér.

 

Akstursþjónusta fyrir eldri borgara í Garðabæ

Markmið með akstursþjónustu eldri borgara er að auka sjálfstæði þeirra og stuðla að því að þeir geti búið lengur heima

Rafræn umsókn um akstursþjónustu fyrir eldri borgara er að finna á þjónustugátt Garðabæjar (undir umsóknir og 05. félagsþjónusta).  Einnig er hægt að sækja um skriflega á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má í þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi 7 eða skrifstofu stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar í Strikinu 3. 

Reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara má sjá hér undir kafla um félagsþjónustu.

Gjaldskrá akstursþjónustu fyrir eldri borgara má sjá hér undir kafla um velferðarsvið. 

 

Ísafold -  þjónustumiðstöð Garðabæjar

 

Ísafold - þjónustumiðstöð Garðabæjar

Ísafold, 1. hæð
Strikinu 3
210 Garðabær
Sími: 512 1500

Þjónustumiðstöð á vegum Garðabæjar er rekin á 1. hæð Ísafoldar en Hrafnista Garðabæ Ísafold rekur hjúkrunarheimili á 2., 3. og 4. hæð og dagdvöl/dagþjálfun á 1. hæð. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á að Ísafold sé samfélagslegt hús. Bæjarbragur er ein af stoðunum í hugmyndafræði Ísafoldar og sækja íbúar Garðbæjar og aðrir viðskiptavinir fjölbreytta þjónustu í þjónustumiðstöðina. Eftirfarandi þjónusta er staðsett í þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold:

  • Dagdvöl Hrafnistu - Ísafoldar
  • Stuðnings- og öldrunarþjónusta Garðabæjar
  • Sjúkraþjálfun Ísafoldar
  • Fótaaðgerðastofa Helgu
  • Hársnyrtistofan Ísafold

Dagdvöl

Hrafnista - Ísafold
Strikinu 3, 210 Garðabær
Sími: 535-2250
Opið: 8:00 – 16:00

Stuðnings- og öldrunarþjónusta Garðabæjar

Ísafold - þjónustumiðstöð Garðabæjar
Strikinu 3, 210 Garðabær
Sími: 512-1500
Opið: 8:00 – 16:00
Netfang: heimathjonusta@gardabaer.is

Sjúkraþjálfun Ísafoldar

Ísafold - þjónustumiðstöð Garðabæjar
Strikinu 3, 210 Garðabær
Sími, sjúkraþjálfun fyrir almenning: 512 1558 /863 5453
Sími, sjúkraþjálfun fyrir heimilisfólk Hrafnistu Garðabæ: 585 3000
Opið: 9:00 – 16:00

Í þjónustumiðstöð Garðabæjar á Ísafold er starfrækt sjúkraþjálfun. Þar starfa bæði sjúkraþjálfarar sem þjónusta almenning og sjúkraþjálfarar á vegum Hrafnistu Garðabæ, Ísafold, sem þjónusta heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu.

Fótaaðgerðastofa Helgu
Ísafold - þjónustumiðstöð Garðabæjar
Strikinu 3, 210 Garðabær
Sími: 535 2275
Vefur: fotaadgerdastofa.is
Netfang: helgastein@internet.is
Opið: 10:00 – 16:00

Fótaaðgerðastofa Helgu er opin almenningi. Sérstakur afsláttur er veittur eldri borgurum og öryrkjum.

Hársnyrtistofan Ísafold
Ísafold - þjónustumiðstöð Garðabæjar
Strikinu 3, 210 Garðabær
Sími: 535 2280 / 893 5566
Netfang: inga.isafold@gmail.com
Opið: 9:30 – 16:00
Hársnyrtistofan Ísafold er opin almenningi. Sérstakur afsláttur er veittur eldri borgurum og öryrkjum.

 

Ísafold - dagdvöl 

 

Dagdvöl fyrir eldri borgara í Garðabæ

Dagdvöl 
Hrafnista - Ísafold
Strikið 3, 210 Garðabæ

Sími:  535-2250
Opið: 8:00 – 16:00

Í dagdvöl Ísafoldar er fjölbreytt framboð af virkni í fallegu umhverfi sem býður upp á hlýlegan heimilisbrag. Áhersla er lögð á samfélagslega þátttöku, skynjun og áhrif umhverfis og upplifunar á velferð og vellíðan.

Markmið dagdvalar er að rjúfa félagslega einangrun, bæta lífsgæði og viðhalda virkni og samfélagsþátttöku einstaklingsins. Horft er á styrkleika hvers og eins og tekið mið af getu þannig að hver og einn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan.

Alls eru 20 rými í dagdvölinni, 16 almenn dagdvalarrými og 4 sérhæfð rými fyrir fólk með heilabilun. Milli 40 – 50 einstaklingar nýta rýmin á hverjum tíma. Opið er alla virka daga.

Dagdvölin er hluti af 60 rýma hjúkrunarheimili Hrafnistu í Ísafold.  Á Ísafold er iðju- og sjúkraþjálfun sem starfar í nánu samstarfi við dagdvölina. 

Veitingar:
Dagdvalargestum er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi á Ísafold.

Ferðaþjónusta:
Ferðaþjónusta sér um akstur til og frá heimilum þeirra sem það þurfa.

Forföll: Gestir eru beðnir að tilkynna forföll í síma 5352250

Greiðsluþátttaka:
Notendur dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum.  Dagdvalir/dagþjálfanir á Íslandi eru reknar með daggjöldum frá ríkinu. Reglugerðir og gjaldskrár um daggjöld og greiðsluþátttöku dagdvalargesta eru samþykktar í tengslum við árleg fjárlög ríkisins og birtar á vef Stjórnartíðinda. Dagdvalir/dagþjálfanir sjá um að innheimta greiðsluþátttöku dagdvalargesta samkvæmt gjaldskrá ríkisins. Innifalið í gjaldi er akstur og fæði.

Umsóknir:
Umsókn um dagdvöl skal vera skrifleg og henni þarf að fylgja tilvísun frá lækni og/eða hjúkrunarbréf ásamt beiðni fyrir sjúkraþjálfun ef óskað er eftir þeirri þjónustu. 

Rafrænt umsóknareyðublað á vef Hrafnistu - Ísafoldar um dagdvöl.  

 

Önnur þjónusta í þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold: 

  • Sjúkraþjálfun, (að fenginni tilvísun frá lækni), Jón Vídalín sjúkraþjálfari Ísafoldar
    Sími: 512 1558 / 863 5453
    Opið 9:00 – 16:00 alla virka daga
  • Fótaaðgerðarstofa Helgu
    Sími: 535 2275
    Opið: 10:00 - 16:00 alla virka daga
  • Hársnyrtistofan Ísafold
    Sími: 535 2280 / 893 5566
    Opið: 9:30 - 16:00 alla virka daga

 

Jónshús, félagsmiðstöð - Félags- og íþróttastarf


Jónshús, félagsmiðstöð
Strikinu 6, 210 Garðabæ
Sími: 512-1501
Opið: 8:30 – 16:00

Umsjónarmaður félags- og íþróttastarfs er Elín Þuríður Þorsteinsdóttir
Netfang: elinthorste@gardabaer.is

Sími: 512-1501 / 617-1501

Félags- og íþróttastarf

Fjölbreytt félagsstarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar fer fram í Jónshúsi í Sjálandshverfi, í Litlakoti á Álftanesi og í Smiðjunni, í kjallara Kirkjuhvols, safnaðarheimilis Vídalínskirkju.

Boðið er upp á tómstundanámskeið, vinnustofur og opin hús fyrir eldri borgara. Þá halda hópar eldri borgara uppi félagsstarfi í sjálfboðastarfi í húsnæði á vegum Garðabæjar.

Íþróttastarfið fer fram í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, íþróttasal og sundlaug Sjálandsskóla og sundlaug Álftaness.

Í Jónshúsi og Litlakoti fer einnig fram félagsstarf á vegum Félags eldri borgara í Garðabæ og Félags eldri borgara á Álftanesi.

Smiðjan, Kirkjuhvoll
Vídalínskirkju – kjallara safnaðarheimilis
Kirkjulundi 3, 210 Garðabæ
Sími: 512-1501


Litlakot, Álftanesi
Litlakot er staðsett á lóð leikskólans Krakkakots
Skólavegi, 225 Garðabæ
Sími: 564-3890

Dagskrá félags- og íþróttastarfs er auglýst í Morgunblaðinu og facebooksíðu Jónshúss .

Hádegismatur í Jónshúsi

Hægt er panta heitan mat til að borða í hádeginu í Jónshúsi. Maturinn kemur frá Matborðinu og hann þarf að panta með dags fyrirvara í síma 512-1501. Einnig er hægt að taka matinn með sér heim. Greitt er fyrir mat í Jónshúsi samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.

Kaffitería í Jónshúsi

Sala kaffiveitinga í kaffiteríunni fer fram alla virka daga milli kl. 13.15-15.15 og kosta á bilinu kr. 640 - kr. 750. Kaffi stendur gestum til boða þeim að kostnaðarlausu allan daginn.

Félag eldri borgara á Álftanesi – FEBÁ

Félag eldri borgara á Álftanesi – FEBÁ
Skrifstofa og aðstaða félagsins er í Litlakoti

Skólavegi, 225 Garðabæ
Sími: 564-3890
Formaður: Arnór Valdi Valdimarsson
Sími: 695 3018

Félag eldri borgara í Garðabæ - FEBG

Félag eldri borgara í Garðabæ - FEBG
Skrifstofa félagsins er í Jónshúsi
Strikinu 6, 210 Garðabæ
Formaður: Anna Ragnheiður Möller
Sími: 565-6627
Vefur: http://febg.is/
Opið: Miðvikudaga kl. 13:30-15:30, lokað er í júlí.

Frekari upplýsingar um félagið má nálgast á fésbókarsíðu þeirra.


Öldungarráð

Öldungarráð

Öldungaráð er skipað samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 sem og 8. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Öldungaráð skal starfa sem formlegur samráðsvettvangur, þar sem fjallað er um þjónustu við eldri borgara og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Öldungaráði ber að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð eldri borgara í Garðabæ og gera tillögur til sveitarstjórnar um þjónustu þeim til handa.

Hlutverk og helstu verkefni:

· Að vera bæjarstjórn og ráðum Garðabæjar til ráðgjafar í málefnum eldri borgara.

· Að fylgjast með stefnumótun og þróun hugmyndafræði er varðar þjónustu við eldri borgara og gera tillögur að breytingum á þjónustu sveitarfélagsins.

· Að hafa samráð við þjónustuþega, hagsmunaaðila og íbúa í sveitarfélaginu um málefni eldri borgara.

Upplýsingar veitir:
Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar, s. 512 1559, thoragunn@gardabaer.is 

Í öldungaráði Garðabæjar sitja:
Harpa Rós Gísladóttir (D), formaður,
Jörundur Jökulsson (D)
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir (G)
Stefanía Magnúsdóttir, tilnefnd af Félagi eldri borgara í Garðabæ
Laufey Jóhannsdóttir tilnefnd af Félagi eldri borgara í Garðabæ
Ólafur Proppé, tilnefndur af Félagi eldri borgara á Álftanesi
Margrét Björnsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslunni í Garðabæ


Færni- og heilsumat

 

Færni og heilsumatsnefnd Höfuðborgarsvæðis
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Þönglabakka 1, 109 Reykjavík
Sími: 513-6819 (alla virka daga kl. 11:00 – 12:00)
Vefur: www.heilsugaeslan.is

Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðisins tekur á móti umsóknum um færni- og heilsumat sem og umsóknum um hvíldarinnlagnir. Nefndin úthlutar öllum hjúkrunarrýmum og hvíldarinnlagnarrýmum á höfuðborgarsvæðinu.

Færni- og heilsumat er gert telji hlutaðeigandi einstaklingur eða aðstandendur hans að viðkomandi þurfi að dvelja til langframa í dvalar- eða hjúkrunarrými. Umsókn um færni- og heilsumat skal því aðeins lögð fram að félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð, sem eiga að styðja fólk við búsetu, séu fullreynd.

Einungis þeir sem eru með samþykkt færni- og heilsumat geta fengið úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sá sem sækir um fer ekki sjálfkrafa aftast á biðlistann heldur metur nefndin stöðu hvers og eins með tilliti til fjölmargra þátta í lífi viðkomandi. Rými/dvöl á hjúkrunarheimili er ekki  úthlutað fyrr en útséð er með önnur úrræði.

Umsóknir
Umsóknareyðublöð eru á vef Heilsugæslu höfuðbogarsvæðisins; www.heilsugaeslan.is.
Umsóknir skal fylla út rafrænt, prenta síðan út, skrifa undir og senda í pósti á heimilisfang nefndarinnar.

Frekari upplýsingar
Sé óskað eftir eftir frekari upplýsingum eru þær veittar í símatíma alla virka daga, nema miðvikudaga milli kl. 11:00 – 12:00 í síma 513-5000. Nefndarmenn svara öllum almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu. Einnig veita þeir ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Starfsmenn nefndarinnar óska eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur. Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir.

Ráðgjafar í stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 512-1500.

Lífeyrisgreiðslur
Ástæða er til að vekja athygli umsækjenda um færni- og heilsumat á því að þegar lífeyrisþegi flyst á hjúkrunar- eða dvalarheimili falla niður lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). 

Þegar greiðslur falla niður myndast réttur til vasapeninga sem eru tekjutengdir. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér þátttöku í dvalarkostnaði og kostnað við búsetu. Frekari upplýsingar eru á vef Tryggingastofnunar ríkisins.

Ítarlegri upplýsingar um færni- og heilsumat er að finna á vef Embættis landlæknis.

 

Garðþjónusta


Niðurgreiðsla garðsláttar fyrir elli- og örokulífeyrisþega

Garðabær greiðir niður garðslátt og hirðingu um kr. 2.500 (m.vsk) hjá elli- og örorkulífeyrisþegum sem búa í einbýlis- eða raðhúsum. 
Afsláttur verður þó aldrei hærri en sem nemur helmingi kostnaðar vegna sláttar og hirðingar í hvert skipti.

Afsláttur er ekki veittur vegna íbúða í fjölbýli þar sem rekstur fasteignar og lóðar er í umsjón og ábyrgð viðkomandi húsfélags.

Afslátturinn er veittur að hámarki þrisvar sinnum á sumri. 

Afsláttur er óháður því hvar þjónustuþegar kaupa þjónustuna svo lengi sem um er að ræða fyrirtæki með útgefið starfsleyfi.

Þjónustuþeginn (eldri borgarinn/öryrkinn) greiðir reikning fyrirtækisins, þ.e. fullt gjald og kemur svo með reikninginn/reikningana í Þjónustuver Garðabæjar. Reikningunum þarf að fylgja upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang og bankareikning þjónustuþega. Á reikningi þarf einnig að koma fram dagsetning sláttar, fjöldi vinnustunda og heildarkostnaður. Veittur afsláttur, 2.500 kr af hverjum reikningi, verður þá endurgreiddur inn á bankareikning þjónustuþega.

Nánari upplýsingar veitir:
Þjónustuver Garðabæjar
sími: 525-8500

Upplýsingar vegna garðvinnu

Vinnuskóli Garðabæjar sér um aðstoð við garðvinnu frá byrjun júní, aðra en garðslátt. 
Nánari upplýsingar og beiðni um aðstoð berist til Vinnuskólans í síma 590-2575 eða í síma 820-8570

 

Ísafold - hjúkrunarheimili, Hrafnista Garðabæ


Hrafnista Garðabær, Ísafold

Strikinu 3, 210 Garðabær
sími: 535-2200
http://www.hrafnista.is/

Garðabær opnaði hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð á Ísafold þann 6. apríl 2013.  Hrafnista Garðabæ, Ísafold tók við rekstri hjúkrunarheimilisins þann 1. febrúar 2017.  Hjúkrunarheimilið er á 2., 3. og 4. hæð Ísafoldar en Garðabær rekur þjónustumiðstöð með fjölbreyttri þjónustu á 1. hæð.  Á vegum Garðabæjar var opnað hjúkrunarheimili með 60 rýmum á Ísafold 6. apríl 2013. Hrafnista Garðabæ, Ísafold tók við rekstri hjúkrunarheimilisins 1. febrúar 2017.

Í hugmyndafræði heimilisins er rík áhersla lög á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Tekið er það besta frá sjálfstæðri búsetu og sameinað öryggi hjúkrunarheimilis. Á Hrafnistu Garðabæ, Ísafold búa 10 heimilismenn á hverri einingu á sex heimiliseiningum. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun allan sólarhringinn.

Umsóknir um rými á Hrafnistu Garðabæ, Ísafold berist til færni og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins. Inntaka íbúa á Hrafnistu Garðabæ, Ísafold fer fram í gegnum færni og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.

Við hönnun og uppbyggingu á Ísafold var horft til þess nýjasta í hönnun hjúkrunarheimila á Íslandi. Að auki var leitað í smiðju Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Öll herbergi eru einbýli. Hvert herbergi er um 35 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks með innréttingu, ísskáp og vaski. Einnig er þar sjúkrarúm, náttborð og fataskápur á hjólum, gardínukappar, gardínur og rúllugluggatjöld. Í herbergjunum er öryggiskallkerfi, tengingar fyrir síma, sjónvarp og tölvu. Heimilismenn útvega sjálfir annan húsbúnað og gluggatjöld ef þeir óska eftir að gera heimli sitt enn heimilislegra.

 

Íbúðir fyrir aldraða

 

Félagslegar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri

Íbúðir í Kirkjulundi

Að Kirkjulundi 6 og 8 eru 4 leiguíbúðir í eigu Garðabæjar sem leigðar eru eldri borgurum í Garðabæ. 

Nánari upplýsingar: 
Bæjarskrifstofur Garðabæjar 
Sími: 525-8500
Afgreiðslutími: 
Mánudagar - fimmtudagar: kl. 8:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 8:00 - 14:00.

Íbúðir á Hleinum við Hrafnistu

Á Hleinum í nágrenni við Hrafnistu í Hafnarfirði hefur stjórn Sjómannadagsráðs haft forgöngu um uppbyggingu lítilla raðhúsa. Reistar hafa verið 54 íbúðir, ýmist í eigu félagasamtaka eða einstaklinga. Skilyrði fyrir búsetu eru þau að íbúar séu 60 ára eða eldri og eiga þeir kost á ýmis konar þjónustu sem veitt er á Hrafnistu.

Nánari upplýsingar: 
Skrifstofa Hrafnistu í Hafnarfirði
Sími 565 3000
Afgreiðslutími: 
Allir virkir dagar kl. 9:00 - 16:00

 

Stuðningsþjónusta

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Áður en aðstoð er veitt skal sá aðili sem fer með stuðningsþjónustu meta þörf í hverju einstöku tilviki. Læknisvottorð skal liggja fyrir þegar um heilsufarsástæður er að ræða.

Eftir að umsókn um stuðningsþjónustu hefur borist hafa ráðgjafar samband og ákveða heimsókn til að meta í samráði við umsækjanda þörfina fyrir þjónustu. Þegar þjónustuþörf liggur fyrir fær umsækjandi upplýsingar um hvort og þá hvaða þjónusta er samþykkt í samræmi við niðurstöður á mati.

Greitt er fyrir stuðningsþjónustu samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar sem finna má hér (undir flokknum ,,Velferðarsvið")

Benda má á að fyrirtæki bjóða í vaxandi mæli upp á fjölbreytta þjónustu heim til fólks til viðbótar við þá þjónustu sem sveitarfélög veita.

Nánari upplýsingar veita ráðgjafar í stuðnings- og öldrunarþjónustu:

Gyða María Marvinsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu
Sími: 512-1500
Netfang: gydama@gardabaer.is

Sandra Jónsdóttir, félagsráðgjafi
Sími 512-1500
Netfang: sandrajonsdo@gardabaer.is

Umsókn um félagslega heimaþjónustu.
Rafræn umsókn um félagslega heimaþjónustu
Gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ (undir flokknum ,,Velferðarsvið")
Reglur um stuðningsþjónustu (undir flokknum ,,Félagsþjónusta") 


Heimsendur matur

Heimsendur matur er ætlaður þeim sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust.

Maturinn sem kemur frá Veislulist er afgreiddur í bökkum og sendur heim í hádeginu alla daga ársins.

Á vef Veislulistar má sjá matseðil fyrir einn mánuð í senn.

Ráðgjafar í stuðnings- og öldrunarþjónustu veita nánari upplýsingar um fyrirkomulag á heimsendum mat í síma 512 1500.

Greitt er fyrir heimsendan mat samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar .