• 8.2.2019, 18:00 - 23:00, Krókur á Garðaholti

Safnanótt - opið hús í Króki kl. 18-23

  • Krókur á Garðaholti

Opið hús í burstabænum Króki á Garðaholti á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, frá kl. 18-23. 

Hin árlega Vetrarhátíð fer fram dagana 7.-10. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, verður opið hús og fjölbreytt dagskrá frá kl. 18-23 í Hönnunarsafni Íslands, burstabænum Króki og Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg. Auk þess verður opið hús á Bessastöðum frá kl. 19-22.

BURSTABÆRINN KRÓKUR , OPIÐ HÚS KL. 18:00-23:00

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Ratleikir fyrir börn, leiðsögn um húsið. 

Ókeypis aðgangur, allir velkomnir.

Krókur er staðsettur á gatnamótum Garðavegar og Garðaholtsvegar,  bílastæði við samkomuhúsið á Garðaholti.

Viðburður á fésbókarsíðu Króks. 

Önnur dagskrá í Garðabæ á Safnanótt 8. febrúar.

Dagskrá í Ásgarðslaug á Sundlauganótt 9. febrúar kl. 17-22.