Skógarhverfi, 1. áfangi - Veitulagnir og frágangur

15. apr. 2025

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Skógarhverfi, 1. áfangi - Veitulagnir og frágangur

Verkið er í aðalatriðum fólgið í því, að verktaki skal endurnýja og leggja nýlagnir. Verktaki skal grafa skurði fyrir fráveitulagnir, kaldavatnslagnir og hitaveitulagnir. Í skurðina skal verktaki sanda undir og yfir rör, leggja lagnir, fylla yfir og ganga frá. Jafnframt skal hann grafa fyrir og annast uppsetningu á brunnum, brunahönum, lokum, spindlum, sem og dælubrunni fyrir fráveitu.

Tilboðum skal skila fyrir 9. maí 2024 kl: 14:00.

Helstu magntölur eru:

Gröftur f. lagnir 1800 m3
Klapparskering 80 m3
Fráveitulagnir 600 m
Vatnsveitulagnir 475 m
Hitaveitulagnir 250 m

Steypt stétt

Malbik

Kantsteinar

150 m2

550 m2

10 m

Viðbót: 5.5.2025

Þann 15. apríl sl. óskaði Garðabær eftir tilboðum í verkið „Skógarhverfi, 1. áfangi – Veitulagnir og frágangur“, með auglýsingu á útboðsvef bæjarins, sjá Skógarhverfi, 1. áfangi - Veitulagnir og frágangur | Útboð í auglýsingu | Garðabær. Garðabæ hefur borist ábending um að kostnaðaráætlun verksins hafi fyrir mistök fylgt með sem hluti af útboðsgögnum. Þar sem ekki er venja fyrir því að kostnaðaráætlun fylgi með útboðsgögnum hjá sveitarfélaginu taldi Garðabær rétt að koma því sérstaklega á framfæri við mögulega bjóðendur að hún er aðgengileg öllum sem sækja útboðsgögn vegna verksins, en tilboðsfrestur er til 9. maí nk.

 

Útboðsgögn