Útboð: Álftanes gervigrasvöllur - endurnýjun vallarlýsingar

08. jún. 2020

Umhverfis- og tæknisvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Álftanes gervigrasvöllur - Endurnýjun vallarlýsingar

Umhverfis- og tæknisvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Álftanes gervigrasvöllur - Endurnýjun vallarlýsingar
Verkið felst í jarðvinnu, lögnum, strengjum, lampabúnaði og ljósamöstrum fyrir nýja flóðlýsingu á gervigrasvöll Álftaness, ásamt niðurtekt núverandi vallarlýsingar.

Helstu magntölur eru:
• Fjöldi uppsettra 18m kónískra ljósamastra, 6 stk
• LED lampabúnaður með dimmanlegri ljósastýringu fyrir flóðlýsingu með meðalbirtustig 300/200/100 lx, heild
• Jarðstrengir 5x10mm2 , 500 m
• Jarðvinna vegna lagna, 40 m
• Grasþakning, 100 m2
• Niðurtekt núverandi ljósamastra með búnaði, heild

Tilboðið skal gert á grundvelli útboðsgagna frá VSÓ Ráðgjöf dagsett í júní 2020. Útboðsgögnin verða einungis aðgengileg á rafrænu formi á vef Garðabæjar, gardabaer.is, þar sem þeir sem vilja geta nálgast gögnin og skráð sig fyrir móttöku þeirra.

Helstu dagsetningar:
Útboðsgögn aðgengileg á vef Garðabæjar frá ........................ 5. júní 2020
Opnun tilboða................................................ miðvikudaginn 24. júní 2020
Verklok ....................................................................... 15. september 2020

Tilboð verða opnuð á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar ehf., Borgartúni 20, 1.h., 105 Reykjavík, miðvikudaginn 24 júní 2020, kl. 10.00.

Umhverfis- og tæknisvið Garðabæjar

Útboðsgögn