Útboð - Brekkuás 2, Garðabæ

03. jún. 2022

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Brekkuás 2, Garðabæ.

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Brekkuás 2, Garðabæ.

Útboðið er almennt opið útboð.

Brekkuás 2 er 587,6 m2, 7 íbúða búsetukjarni ásamt starfsmannaaðstöðu.

Byggingin er á einni hæð og skal verktaki steypa grunn, veggi og plötu, innrétta og ganga frá utan sem innan, ganga frá lóð og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum. Byggingin er staðsteypt og einangruð að utan, klædd með timburklæðningu.

Verktími er frá undirritun samnings til 15. október 2023

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og eru aðgengileg á vef Garðabæjar. Opnunartími tilboða er 28. júní 2022 kl. 11:00 á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, Garðabæ, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar

Útboðsgögn