Vetrarmýri - miðsvæði

29. okt. 2021

Íslandsbanki, fyrir hönd Garðabæjar, auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ.

Vetrarmyri_grafisk_loftmynd

Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og golfvelli GKG til austurs.
Áætluð heildarstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66.000 fermetrar af fjölbýli og 36.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði með 664 íbúðum að hámarki. Í þessum fyrsta áfanga eru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum auk möguleika fyrir bjóðendur í atvinnuhúsnæði að bjóða í bílastæðahús við Reykjanesbraut.

Samgöngumiðað svæði í nálægð við náttúruperlur

Vetrarmýri er eitt af þremur fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Vífilstaðalandi. Við gerð deiliskipulagsins var horft til góðra tenginga við stofnbrautina Reykjanesbraut, almenningssamgöngur og göngu- og hjólastíga og nálægar við útivistarperlur. Auk þess er aðgengi að nálægri samfélagsþjónustu eins og skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum o.fl. mjög gott. Frekari upplýsingar um deiliskipulag og uppbyggingu svæðisins má nálgast hér fyrir neðan á vef Garðabæjar.

Óskað er eftir tilboðum fyrir klukkan 13:00 þriðjudaginn 30. nóvember 2021.
Áhugasamir tilboðsgjafar geta nálgast sölugögn hér fyrir neðan.
Öllum fyrirspurnum skal beint í gegnum netfangið vetrarmyri@islandsbanki.is og kauptilboðum skal skila í lokuðu umslagi til móttöku Íslandsbanka, 9. hæð, Hagasmára 3, 201 Kópavogi innan ofangreinds tilboðsfrests.
Tilboð verða opnuð kl. 13:30 sama dag á skrifstofu Íslandsbanka, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsgögn