Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, breyting - Garðaholt og Garðahverfi, og breyting á deiliskipulagi Garðahverfis.

25.3.2021

Aðal- og deiliskipulagsbreyting. Forkynning.

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér
með forkynningu á eftirfarandi tillögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

Garðaholt og Garðahverfi, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna svæðis Grænagarðs (1.89)
í Garðahverfi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum tengistíg í Garðahverfi frá félagsheimili Garðaholts ofan Garðavegar að útivistarstíg niðri við ströndina. Um leið eru lagðar til leiðréttingar á landnotkunartáknum í Garðaholti sem voru ekki réttir á staðfestum aðalskipulagsuppdrætti.

Garðahverfi, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á lóðarmörkum og byggingarreitum í Katrínarkoti, Háteigi, Hausastöðum og Pálshúsum, breyttri afmörkun Grænagarðs og að skilgreind verði lóð umhverfis núverandi íbúðarhús í Grænagarði.

Að öðru leyti er vísað í framlögð gögn.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 25.03.2021 til og með 26.04.2021. Einnig eru þær aðgengilegar á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar við tillögurnar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út
mánudaginn 26.04.2021.
Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið
skipulag@gardabaer.is.