Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Ásar og Grundir
Tillaga að breytingu deiliskipulags. Lyngás og Stórás
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlun í samræmi við 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ásar og Grundir, tillaga að breytingu deiliskipulags. Lyngás og Stórás.
Breytingartillagan nær til svæðis sem að afmarkast af Lyngási til norðurs, Ásabraut til vesturs og suðurs og Stórási til austurs.
Tillagan gerir ráð fyrir því að á svæðinu rísi blönduð byggð með megináherslu á fjölbýli í stað atvinnuhúsnæðis eins og verið hefur. Hæð bygginga er frá 2 að 4 hæðum og að hámarksfjöldi íbúðareininga verður 390. Gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi á neðstu hæðum bygginga við Lyngás.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 22.maí 2019 til og með 3. júlí 2019. Hún er einnig aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillöguna á netfangið skipulag@gardabaer.is eða í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, og skulu þær vera skriflegar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 3. júlí 2019.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar