Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Bessastaðir á Álftanesi

10.9.2019

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögur að breytingum deiliskipulaga í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 43. gr. sömu laga.

Bessastaðir á Álftanesi

Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á aðkomu og bílastæðum framan við Bessastaði. Gert er ráð fyrir að bílastæði sem sýnd eru í brekkunni norðan og vestan við kirkju verð flutt yfir á túnið norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu. Gert verður ráð fyrir um 110 bílastæðum sem munu hafa grænt yfirbragð og ætlað að vera áfram hluti af túnum Bessastaða. Gert verður ráð fyrir stæðum fyrir hópferðabíla meðfram heimreið að norðanverðu. Öryggishlið færist til.

Markmið breytingartillögunnar er að að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og annara sem sækja Bessastaði heim.

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 22. október 2019, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar