Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Brekkuás, búsetukjarni. Forkynning.

5.2.2021

Tillaga að breytingu aðalskipulags Garðabæjar og deiliskipulags Hraunsholts eystra (Ásahverfi). 

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á eftirfarandi tillögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

Brekkuás, tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030

Tillagan gerir ráð fyrir því að landnotkun á reit á óbyggðu svæði við Brekkuás breytist úr svæði fyrir samfélagsþjónustu (leikskóli) í svæði fyrir íbúðarbyggð í samræmi við tillögu að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir lóð fyrir búsetukjarna ætluðum fötluðum einstaklingum.

Brekkuás, tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra (Ásahverfis)

Tillagan gerir ráð fyrir því að leikskólalóð breytist í lóð fyrir fjölbýlishús á einni hæð og opið leiksvæði. Gert er ráð fyrir 6-7 íbúðum í fjölbýlishúsinu sem er ætlað að þjóna sem búsetukjarni fyrir fatlaða einstaklinga á vegum Garðabæjar. Lega göngustígs í deiliskipulagi er löguð að legu núverandi stígs.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 5. febrúar 2021 til og með 5. mars 2021. Einnig eru þær aðgengilegar á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar við tillögurnar.

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út föstudaginn 5. mars 2021. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is .