Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Skipulag í kynningu
BÚSETUKJARNAR Í BERGÁS 3 OG BREKKUÁS 2
BREYTING Á DEILISKIPULAGI HRAUNSHOLTSVESTRA (ÁSAHVERFIS) - FORKYNNING
BREYTING Á DEILISKIPULAGI HRAUNSHOLTS VESTRA (ÁSAHVERFIS)
BÚSETUKJARNAR Í BERGÁS 3 OG BREKKUÁS 2, BREYTING Á DEILISKIPULAGI HRAUNSHOLTS
VESTRA (ÁSAHVERFIS)
Í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tveimur tillögum að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfi).
- Bergás 3, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Gert er ráð fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Bergás 3. Tillagan gerir ráð fyrir því að lóð fyrir hverfismiðstöð við enda götunnar breytist í lóð fyrir samfélagsþjónustu þar sem reisa má einnar hæðar byggingu fyrir 6-7 íbúðir. Á lóðinni skulu vera að lágmarki 7 bílastæði en jafnframt verður mögulegt að nýta bílastæði á bæjarlandi á milli lóðar búsetukjarnans og leikskólans, þar sem komið verður fyrir 17 bílastæðum. Lega göngustíga breytist lítillega.
Deiliskipulagsuppdráttur - forkynning
Skýringarmynd 1
Skýringarmynd 2 - Brekkuás 2, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Gert er ráð fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Brekkuás 2. Við Brekkuás breytist leikskólalóð í lóð fyrir samfélagsþjónustu þar sem reisa má einnar hæðar byggingu fyrir 6-7 íbúðir. Gert er ráð fyrir 11 bílastæðum á lóð, þar af 2 fyrir fatlaða. Tillagan gerir ráð fyrir leiksvæði norðar á opna svæðinu.
Deiliskipulagsuppdráttur - forkynning
Skýringarmynd 1
Skýringarmynd 2
Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 9. júní til og með 1. júlí 2020. Einnig eru þær aðgengilegar á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar við tillögurnar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út
miðvikudaginn 1. júlí 2020. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið
skipulag@gardabaer.is