Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Deiliskipulagsbreytingar Deildar og Landakots, Eskiás 6, Kauptún 4

22.2.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögur að breytingu deiliskipulaga í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögur að breytingu deiliskipulaga í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Deiliskipulag Deildar og Landakots

Tillagan gerir ráð fyrir skiptingu lóðarinnar við Landakot I og II ásamt því að skilgreina heimildir og skilmála fyrir báðar lóðirnar.

Deiliskipulag Grunda og Ása, Eskiás 6

Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit til að aðlaga skipulagið að þeim íbúðagerðum sem þróaðar hafa verið við uppbyggingu við Eskiás.

Deiliskipulag Kauptúns – Kauptún 4

Tillagan gerir ráð stækkun lóðarinnar til norðurs um 375 m².

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 5. apríl 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.