Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Garðahverfi - Skerpla. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Deiliskipulagsbreyting

25.3.2020

Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillagan gerir ráð fyrir því að skilgreind verði 100 m2 lóð fyrir 30 m2 naust og uppsátur við fjörukamb í landi Katrínarkots þar sem heitir Skerpla. Naustinu er ætlað að vera aðsetur fyrir Kajakklúbbinn Sviða.

Þar sem að Garðahverfi er skilgreint sem verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum nr. 87/2015 þá skal tillagan auglýst og send Minjastofnun til umsagnar.

Lóðin er staðsett við svæði sem er friðlýst sem búsvæði (Skerjafjörður) og því er tillagan einnig send Umhverfisstofnun til umsagnar.

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur  á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 6. maí 2020, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. 

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar.