Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Leiksvæði í Urriðaholti

24.5.2022

Leiksvæði í Urriðaholti, tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta og Urriðaholts austurhluta.

Í samræmi við 1.mgr.43.gr. og 1.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með eftirfarandi breytingartillögur á deiliskipulagsáætlunum.

Leiksvæði í Urriðaholti, tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta og Urriðaholts austurhluta.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts vesturhluta sem gerir ráð fyrir stækkun leiksvæðis á græna geiranum neðan Kinnargötu á milli húsa númer 16 og 18, ofan við húsin Dýjagata 13 og 15. Grænn geiri sem tilheyrði austurhluta Urriðaholts mun tilheyra Vesturhluta Urriðaholts og minnkar skipulagssvæðið sem honum nemur.

Leiksvæði við Kinnargötu
Breytt afmörkun austurhluta Urriðaholts

Tillagan er aðgengileg hér á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 05.07.2022 annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.