Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Molduhraun

30.4.2019

Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi athafnasvæðis. Forkynning og íbúafundur

Skipulagsnefnd Garðabæjar auglýsir hér með forkynningu á eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og eftirfarandi deiliskipulasáætlunum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga.

Molduhraun. Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi athafnasvæðis. 

Gögn frá kynningarfundi má nálgast hér.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir hækkun nýtingarhlutfalls og nýrri athafnalóð við Garðahraun.

Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri.

Almennur kynningarfundur vegna ofangreindra tillagna verður haldinn í Flataskóla mánudaginn 6. maí og hefst hann klukkan 17:00.

Ábendingum vegna tillagnanna skal skila í þjónustuver eða senda þær með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir 9. maí 2019.

Að lokinni forkynningu verður unnið úr ábendingum en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.

Í kjölfar úrvinnslu verður tillögum vísað til endanlegrar auglýsingar. Þá verður gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og þeim verður svarað með formlegum hætti.