Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Skipulags- og matslýsing

27.9.2022

Skipulags- og matslýsing -Samgöngu- og þróunarás Garðabæ (Þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarvegur) -Rammahluti aðalskipulags og deiliskipulagsáætlanir

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt skipulags- og matslýsingu fyrir gerð rammahluta aðalskipulags Garðabæjar og deiliskipulagsáætlanir fyrir þróunarsvæði A, skv. aðalskipulagi Garðabæjar, ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka, skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Innan skipulagssvæðisins er Hafnarfjarðarvegur ásamt tengingum við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Álftanesveg. Beggja vegna Hafnarfjarðarvegar eru íbúðarhverfi og vestan Hafnarfjarðarvegar er Lyngássvæðið, þar sem iðnaður og þjónusta hefur á undanförnum árum vikið að hluta til fyrir nýrri íbúðabyggð. Austan Hafnarfjarðarvegar er m.a. miðsvæði Garðabæjar og íþrótta- og skólasvæði. Stutt er í útivistarsvæði við Arnarnesvog og bæjargarð við Hraunsholtslæk.

Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er m.a. að skilgreina nánar legu Borgarlínu og staðsetningu Borgarlínustöðva eftir Hafnarfjarðarvegi, fyrirkomulag þess hluta Hafnarfjarðarvegar sem fer í stokk, og uppbyggingu og þéttleika í nýjum bæjarkjarna og nálægum uppbyggingarsvæðum.

Fjallað verður um áhrif deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Lýsingin er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Hægt er að skila inn ábendingum vegna lýsingarinnar á netfangið skipulag@gardabaer.is eða í þjónustuver til og með 25. október 2022.