Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Urriðaholt. Skipulags- og matslýsing

4.9.2020

Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og nýtt deiliskipulag Norðurhluta 4

Þann 3. september 2020 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar í Urriðaholti og endurauglýsingar á deiliskipulagi Norðurhluta 4 í Urriðaholti.

Með vísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga og 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum er skipulags- og matslýsingin lögð fram til kynningar á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7. Skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagið er nú endurauglýst en hún var áður kynnt í janúar 2019. Við lokaafgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu, sem farið hefur í gegn um kynningarferli skv. lögum, var bent á að ekki væri ljóst hvernig áform um íbúðarbyggð við Lautargötu samræmdist aðalskipulagi Garðabæjar. 

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að setja fram á skýran hátt að íbúðarbyggð er heimil á því svæði sem þarna er vísað til. Markmið deiliskipulagstillögunnar gerir ráð fyrir að á austurhluta skipulagssvæðisins verði íbúðarhverfi og útivistarsvæði með trjálundi næst Flóttamannavegi en á vesturhlutanum atvinnusvæði.

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 9. september. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar fyrir 9. september 2020 annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.