Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Vetrarmýri - Miðsvæði - Deiliskipulagsbreyting

25.10.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýri - Miðsvæði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:

- Íbúðum innan deiliskipulagssvæðis Vetrarmýrar fjölgar úr 664 íbúðum í 795 íbúðir. 

- Bílastæði sem áður áttu að vera í tveimur sjálfstæðum bílahúsum meðfram Reykjanesbraut (Vetrarbraut 9) verða byggð sem kjallarar undir tveimur skrifstofubyggingum sem verða 5 hæðir. Í þessum húsum auk þriðju skrifstofubyggingarinnar sem verður 4 hæðir á reitnum Vetrarbraut 13 verða lágmarkskröfur um bílastæði auknar úr einu bílastæði á hverja 100 m² af atvinnuhúsnæði í eitt bílastæði á hverja 60 m² af atvinnuhúsnæði.

- Byggingarreitur fyrir lóð við Vetrarbraut 1 skiptist og verður Vetrarbraut 1-3. 

- Ekkert atvinnuhúsnæði verður á lóðinni við Vetrarbraut 1-3.  

- Atvinnuhúsnæði minnkar úr 36.461 m² í 29.558 m². 

- Á öðrum lóðum ætluðum fyrir atvinnuhúsnæði í gildandi deiliskipulagi, að frátaldri lóðinni við Vetrarbraut 14 við suðurenda íþróttaleikvangs, verður eingöngu atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Hinsvegar koma nýjar byggingar ofan á bílahús meðfram Reykjanesbraut eingöngu ætlaðar fyrir atvinnuhúsnæði.

Tillagan er einnig aðgengilegar á vef skipulagsgáttar

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 11. desember 2023 í gegnum vef skipulagsgáttar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is