Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Vífilsstaðaland, þróunarsvæði B.

Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, tillaga að breytingu. Rammahluti aðalskipulags. Tillögur að þremur deiliskipulagsáætlunum innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til.

3.12.2019

Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, tillaga að breytingu. Rammahluti aðalskipulags. Tillögur að þremur deiliskipulagsáætlunum innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til.

Í samræmi við 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að aðalskipulagsbreytingu á þróunarsvæði B, sem sett er fram sem rammahluti aðalskipulags, og tillögur að þremur deiliskipulagsáætlunum sem eru innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til.

Kynnt gögn á íbúafundi. Rammahluti aðalskipulags . Deiliskipulagsáætlanir. 

Myndband - Hnoðraholt 

Myndband - Vetrarmýri 1

Myndband - Vetrarmýri 2 .

 • Vífilsstaðaland, þróunarsvæði B. Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, tillaga að breytingu. Rammahluti aðalskipulags.
  Skipulaginu er ætlað að móta heildstætt skipulag byggðar sem byggir á sérstöðu svæðisins til samræmis við stefnu í aðalskipulagi Garðabæjar. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir verslun og þjónustu, samfélagsþjónustu, íþróttastarfsemi og útivist ásamt íbúðarbyggð með 2.000 – 2.500 nýjum íbúðum.  Lögð er áhersla á vistvænar samgöngur og fjölbreytt útivistarsvæði í góðum tengslum við nálæga byggð og starfsemi. Gert er ráð fyrir að lega Elliðavatnsvegar verði færð fjær Vífilsstaðavatni og útivistarsvæði umhverfis vatnið gefið aukið vægi. Klassískt yfirbragð og sterk sjónræn nærvera Vífilstaðaspítala er eitt af megin kennileitum svæðisins og er gert hátt undir höfði m.a. með grænum ás, stíg í trjágöngum, sem framlengist frá miðju Vífilsstaðaspítala upp hlíðar Hnoðraholts.  
 • Vetrarmýri - blönduð byggð. Tillaga að deiliskipulagi.
  Í Vetrarmýri er gert ráð fyrir blandaðri byggð verslunar, þjónustu og íbúða í góðum tengslum við fjölbreytta íþróttastarfsemi. Gert er ráð fyrir allt að 750 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m2 af atvinnuhúsnæði. Rík áhersla er lögð á vistvænar samgöngur. Göngubrú yfir Reykjanesbraut tengir miðsvæðið, þ.m.t. íþróttasvæði og golfvöll, vel við byggð vestan brautarinnar og grænan stíg sem liggur að Garðatorgi. Vetrarbraut liggur um svæðið og á hluta hennar er gert ráð fyrir lifandi jarðhæðum sem styður við fjölbreytt mannlíf. 

  Upddráttur

 • Hnoðraholt norður - íbúðarbyggð og verslun og þjónusta. Tillaga að deiliskipulagi.
  Í Hnoðraholti norður er gert ráð fyrir allt að 500 íbúðum og 20.000 m2 af verslun og þjónustu á skipulagssvæðinu við Arnarnesveg. Almennt er gert ráð fyrir lágreistri íbúðabyggð með áherslu á fjölbreytt form sérbýla í bland við minni fjölbýli. Grænir geirar með göngustígum tengja holtið m.a. við grænan geira vestan við Reykjanesbraut. Gert er ráð fyrir gatnatengingum við Arnarnesveg á tveimur stöðum, annars vegar við hringtorg til móts við Glaðheima og hins vegar um Öldusali í Leirdalsopi. 
 • Rjúpnadalur - kirkjugarður og meðferðarstofnun. Tillaga að deiliskipulagi.

  Í Rjúpnadal er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði staðsettum þannig að Vífilsstaðaháls njóti sín sem útivistarsvæði og útsýnisstaður. Fremst á hálsinum er gert ráð fyrir að byggður verði kennileitisturn og kapella sem tengir kirkjugarðinn sjónrænt við byggðina í Garðabæ. Austan við kirkjugarð er lóð fyrir meðferðarstofnun. 

Húsakönnun og fornleifaskráning eru einnig lagðar fram til kynningar.

ATH ný dagsetning á kynningarfundi - miðvikudagur 11. desember kl. 17(en ekki áður auglýst 10. des) 

Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal Sveinatungu, Garðatorgi 7 (gengið inn á yfirbyggða torgið við hliðina á ráðhústurninum), miðvikudaginn 11. desember kl. 17:00. Þar verða tillögurnar kynntar og fyrirspurnum svarað.  

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 3. desember til og með 6. janúar 2020. Einnig eru þær aðgengilegar á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar við tillögurnar.

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út mánudaginn 6. janúar 2020.

Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri