• 17.6.2020, Garðabær

17. júní hátíðarhöld í Garðabæ

  • 17. júní í Garðabæ

Garðbæingar eru hvattir til að halda daginn hátíðlegan í samveru fjölskyldu og vina í sínu nærumhverfi. Skreytum með fánum og grillum heima í garðinum, njótum útivistar, förum í sund og heimsækjum söfn! 

Hvetjum bæjarbúa til að merkja myndir af hátíðarstemningunni #17júníGarðabær
Viðburður á facebook 

Ratleikur í boði Skátafélagsins Vífils
Öll fjölskyldan getur skemmt sér saman í ratleik sem leiðir þátttakendur í gegnum ýmsar þrautir.
Ratleikur og þrautir í boði Vífils. 

10:00 Golfvöllur við Haukshús
Golfklúbbur Álftaness efnir til móts fyrir 15 ára og eldri og 14 ára og yngri. Skráning á staðnum frá kl. 9.30.

10:00 Safnaðarheimili Bessastaðasóknar
Helgistund á Álftanesi, heiðursvörður í umsjón Skátafélagsins Svana.

10:00 – 16:00 Álftaneslaug
Vatnsrennibraut, öldulaug og pottar, aðgangur ókeypis.

10:00 – 16:00 Ásgarðslaug
Notaleg stemning, ókeypis aðgangur.

10:00 – 17:00 Vífilsstaðavatn
Ókeypis veiði á suðurbakka og á bryggju.

12:00 – 17:00 Bókasafn Garðabæjar
Fánasmiðja fyrir börn á öllum aldri, föndrið, litið og skreytið safnið eða torgið með fána. Sögur og söngur fyrir yngri börnin kl. 13.30, notaleg samverustund.

12:00 – 17:00 Hönnunarsafn Íslands
Sýningin Pappírsblóm opnuð, hátíðarstemning með Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar klukkan 14:00, spjall um nýja sýningu í kjölfarið.
Ókeypis aðgangur.

12:00 – 17:00 Krókur á Garðaholti
Skoðið heimili í burstabæ, ratleikur um bæinn og safnvörður spjallar við gesti.
Tilvalið að hafa nesti með og njóta út á túni eða inní hlöðu!
Ókeypis aðgangur.

13:00 Vídalínskirkja
Hátíðarguðsþjónusta, heiðursvörður í umsjón Skátafélagsins Vífils. Nýstúdent flytur ávarp og Blásarasveit leikur úti áður en messa hefst.

Blásarasveit á ferðinni:
Kl. 12:00 við Álftaneslaug,
kl. 13:00 Vídalínskirkja,
kl. 14:00 Hönnunarsafnið
og kl. 15:00 Ásgarðslaug.

Trúbadorinn Eyþór Ingi skemmtir:
Kl. 10:30 við Safnaðarheimili Bessastaðasóknar,
kl. 13:30 Sjáland, við ylströndina,
kl. 14:30 við Hönnunarsafnið.

Fánaleikur fyrir krakka
Teldu fána í Garðabæ og taktu þátt í leik sem gæti skilað þér ókeypis ís í afgreiðslum sundlauganna (fyrir börn á meðan birgðir endast).

13:00 – 15:00 Kanósiglingar
Skátafélagið Vífill býður bæjarbúum á kanó við ylströndina í Sjálandi.