• 6.5.2019, 17:00, Flataskóli

Kynningarfundur vegna skipulagstillagna í forkynningu

Almennur kynningarfundur vegna ýmissa skipulagstillagna verður haldinn í Flataskóla við Vífilsstaðaveg, mánudaginn 6. maí nk. kl. 17:00.  

Almennur kynningarfundur vegna neðangreindra skipulagstillagna verður haldinn í Flataskóla við Vífilsstaðaveg, mánudaginn 6. maí nk. kl. 17:00.  

Hægt er að lesa nánar um hverja tillögu fyrir sig hér á vef Garðabæjar með því að smella á hlekkina en einnig má nálgast gögn í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7. 

Hraunsholtslækur - Ægisgrund. Tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016 - 2030.
Tillagan gerir ráð fyrir að landnýtingarreitur 2.09 Op breytist úr opnu svæði í svæði fyrri samfélagsþjónustu. Tillagan er áform um byggingu húsnæðis fyrir Alþjóðaskólann.

Hraunsholtslækur - Ægisgrund. Tillaga að breytingu deiliskipulags Ása - og Grunda.
Tillagan gerir ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir byggingu Alþjóðaskólans. Tillagan er áform um byggingu húsnæðis fyrir Alþjóðaskólann. Hámarksbyggingarmagn er 1.600 m2 en grunnflötur 800 m2.

Gálgahraun og Garðahraun neðra. Tillaga að deiliskipulagi friðlands og fólkvangs.
Tillagan nær til friðaðs svæðis í Gálgahrauni og Garðahrauni norðan og austan Álftanesvega að Hraunholtsbraut. Gert verður ráð fyrir göngu og hjólreiðastígum.

Garðahraun efra. Tillaga að deiliskipulagi fólkvangs.
Tillagan nær til friðaðs svæðis í Garðahrauni milli íbúðarbyggðar á Flötum og athafnasvæðis í Molduhrauni, frá Bæjargarði að Reykjanesbraut. Gert verður ráð fyrir göngu og hjólreiðastígum.

Molduhraun. Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi athafnasvæðis.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir hækkun nýtingarhlutfalls og nýrri athafnalóð við Garðahraun.

Ábendingum vegna tillagnanna skal skila í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða senda með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir 9. maí 2019.
Að lokinni forkynningu verður unnið úr ábendingum en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.

Í kjölfar úrvinnslu verður tillögum vísað til endanlegrar auglýsingar. Þá verður gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og þeim verður svarað með formlegum hætti.

Fundurinn á facebook síðu Garðabæjar