Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Arnarland - Deiliskipulag
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Arnarlands að nýju í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Arnarlands að nýju í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan nær til 8,9 h svæðis sem í aðalskipulagi nefnist Arnarnesháls og afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir blandaðri byggð með 2-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 7 hæðir.
Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni. Megin aðkoma að byggðinni er frá Fífuhvammsvegi en einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Tákn um undirgöng undir Arnarnesveg færast austar.
Á svæðinu er gert ráð fyrir um 450 íbúðum og u.þ.b. 37.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturýmum. Nýtingarhlutfall svæðis er um 0,95.
Heimild er fyrir leikskóla á miðsvæði deiliskipulagsins.
Kvöð er um hitaveitulögn Veitna meðfram Fífuhvammsvegi.
Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 1410/2024).
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gerfinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 20. janúar 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is, eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.