Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Deiliskipulagsbreyting Silfurtún – Deiliskipulagsbreyting Ása og Grunda

15.2.2022

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Silfurtúns og tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 41. gr.

Skipulagsmál í Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Silfurtúns og tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 41. gr.

Deiliskipulag Silfurtúns, Deiliskipulagsbreyting vegna nýtingarhlutfalls
Tillagan gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða breytist úr 0,3 í 0,35. Þar sem hæðarmunur á lóð býður upp á útfærslu húss með kjallara verði hámarks nýtingarhlutfall 0,45.

Lyngás 7 – 9. Breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda
Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðirnar Lyngás 7 og 9 eru sameinaðar. Heildarfjöldi fermetra atvinnuhúsnæðis og íbúða er óbreyttur. Heimilt verður að reka leikskóla á lóðinni allri eftir sameiningu. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir minniháttar leiðréttingum og aðlögunum á texta greinargerðar.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 29.03.2022, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.