Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Urriðaholt norðurhluti 4. Tillaga að deiliskipulagi.

23.1.2020

Urriðaholt norðurhluti 4 tillaga að deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreyting á afmörkun deiliskipulagssvæða á Urriðaholt norðurhluti 3 og Urriðaholt austurhluti.

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 19.12.2019 að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1 mgr. 41. gr. sömu laga, tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. sömu laga breytingu á deiliskipulagi Viðskiptastrætis þar sem gert er ráð fyrir að skipulag verði fellt úr gildi og breytingu á 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts og austurhluta Urriðaholts vegna nýrrar afmörkunar deiliskipulagssvæða.

Skipulagssvæðið afmarkast af hraunjaðri Vífilsstaðahrauns til norðurs, deiliskipulagssvæði Kauptúns til vesturs og deiliskipulagssvæði Urriðaholts norðurhluta 2 og norðurhluta 3 til suðurs og deiliskipulagssvæðis Urriðaholts austurhluta til austurs. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 182 íbúðareiningum við 3 botnlangagötur sem tengjast Urriðaholtsstræti. Innan deiliskipulagssvæðisins verður einnig fjölbýlishúsalóðin Urriðaholtsstræti 10-12 sem er hluti af deiliskipulagi Viðskiptastrætis en þar hefur verið gert ráð fyrir 36 íbúðaeiningum og helst það óbreytt.

Tillaga að deiliskipulagi Urriðaholts norðurhluta 4 kallar á breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts norðurhluta 3 og deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta. Breytingarnar snúa að afmörkun deiliskipulagssvæða. Við gildistöku deiliskipulags Norðurhluta 4 fellur deiliskipulag Urriðaholts Viðskiptastræti úr gildi. 

Urriðaholt norðurhluti 4

Breytingar á afmörkun og almennum lóðaskilmálum

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 23. janúar til og með 5. mars 2020 og á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi þann 5. mars næstkomandi annaðhvort á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorg 7 210 Garðabæ, eða á netfangið skipulag@gardabaer.is

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri