Aðalskipulag

Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sveitarfélagsins þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili.

Nýtt aðalskipulag Garðabæjar var undirritað í byrjun maí 2018 og gildir til ársins 2030.

Aðalskipulagið er það fyrsta sem í gildi er fyrir sveitarfélagið eftir að Garðabær og Álftanes sameinuðust um áramótin 2012 og 2013.

Um leið falla eldri aðalskipulagsáætlanir úr gildi en þær voru Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016 og Aðalskipulag Álftaness 2005-2024.

Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst fyrri hluta árs 2013. Þá var hafist handa við að velja aðalskipulagsráðgjafa og niðurstaða þess ferlis var sú að ráðgjafateymi Teiknistofu arkitekta, landslagsarkitektastofunnar Landmótunar og verkfræðistofunnar Eflu var valið til verksins. Árni Ólafsson arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta fór fyrir ráðgjafateyminu.  Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar leiddi vinnuna fyrir hönd bæjarins.

Útgefin gögn

Staðfestar aðalskipulagsbreytingar

Undirrituð skjöl