Atvinnulóð í Garðabæ - Garðahraun 1 í Molduhrauni

08. nóv. 2019

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Garðahraun 1 á athafnasvæðinu í Molduhrauni. 

Gardahraun-1_loftmynd

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Garðahraun 1 á athafnasvæðinu í Molduhrauni.

Stærð lóðarinnar er um 15.000 m2 og liggur vestast í Molduhrauni við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Heildar byggingarmagn er um 12.000 m2, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 0,8 og skilgreint í ný endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns.

Tilboð í byggingarrétt á lóðinni skulu berast Garðabæ eigi síðar en 5. desember 2019.
Skulu þau berast rafrænt í gegnum þjónustugáttina Minn Garðabær.  Innskráning hér.
Til að skrá sig inn á Minn Garðabæ þarf rafræn skilríki eða íslykil.  (Rafrænt form til útfyllingar ,,Kauptilboð í byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði" má finna á Mínum Garðabæ undir flipanum ,,Umsóknir" og þar undir flipanum  ,,14. Lóðir".)

Hægt er að fá aðstoð vegna rafrænnar umsóknar í þjónustuveri Garðabæjar. 

Ath. opna þarf útboðsgögnin hér fyrir neðan í nýjustu útgáfu af vafranum Chrome.

Gögn sem fylgja með auglýsingunni má nálgast hér fyrir neðan.  Til að sækja gögnin þarf að gefa upp nafn og netfang til að hægt sé að senda t-póst á viðkomandi ef einhverjar breytingar verða gerðar á gögnunum, s.s. sem fyrirspurnir og svör. 

 

Útboðsgögn