Leikskóli í Urriðaholti - hönnunarsamkeppni

22. jan. 2021

Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um tillögu að 6 deilda leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti.

  • Séð yfir Urriðaholt. Ljósmynd: Þráinn Hauksson, Landslag
    Séð yfir Urriðaholt. Ljósmynd: Þráinn Hauksson, Landslag

Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um tillögu að 6 deilda leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti.

Áætluð heildarstærð leikskólans er um 1.400 m² og stefnt er að því að byggingin verði vistvottuð.
Skilafrestur er til 26. apríl 2021.

Öllum er heimil þátttaka með ákveðnum skilyrðum sem fram koma í samkeppnislýsingu.
Samkeppnislýsingin og ítargögn verða aðgengileg hér á vef Garðabæjar kl. 12 laugardaginn 23. janúar.
Samkeppnislýsingu verður einnig að finna á vef Arkitektafélag Íslands.

Samkeppnislýsing - leikskóli Urriðaholti

Ath. best er að opna útboðsgögnin hér fyrir neðan í nýjustu útgáfu af vafranum Edge (ekki Internet Explorer)

Gögn sem fylgja með auglýsingunni má nálgast hér fyrir neðan. Til að sækja gögnin þarf að gefa upp nafn og netfang til að hægt sé að senda t-póst á viðkomandi ef einhverjar breytingar verða gerðar á gögnunum, s.s. sem fyrirspurnir og svör.

Útboðsgögn