Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Endurbætur Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási

27.12.2018

Forkynning

Endurbætur Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási 

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur vísað tillögu Vegagerðarinnar að bráðabirgða endurbótum Hafnarfjarðarvegar á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss ásamt gatnamótum til forkynningar. Stefnt er að því að veita framkvæmdarleyfi að undangenginni grenndarkynningu sbr. 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan kallar á breytingar á aðliggjandi deiliskipulagssvæðum sem og nýja tillögu að deiliskipulagi. Hefur þeim einnig verið vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Boðað er til íbúafundar í Flataskóla miðvikudaginn 9. janúar klukkan 17:15-19:00. Þar verða tillögur kynntar og spurningum svarað. Kynning á íbúafundi .

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 28. janúar 2019.

Hafnarfjarðavegur milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss - forkynning

Markmið endurbótanna er að auka öryggi vegfarenda og að bæta umferðarflæði með því að bæta aðgengi hliðarvega inn á Hafnarfjarðarveg. Málið mun hljóta meðferð sem framkvæmdaleyfisumsókn án deiliskipulags en ekki er vikið frá því markmiði að Hafnarfjarðarvegur verði síðar lagður í lokaðan stokk og gatnamót verði mislæg eins og aðalskipulag Garðabæjar gerir ráð fyrir. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar. 

Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut – nýtt deiliskipulag – forkynning

Tillaga að deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar. M.a. verður gert ráð fyrir hringtorgi við gatnamót Vífilsstaðavegar og Litlatúns/Flataskóla sem er liður útfærslu á bráðabirgðaumbótum gatnamóta við Hafnarfjarðarveg. Tillögunni vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ásar og Grundir – breyting á deiliskipulagi – forkynning

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda sem gerir ráð fyrir breytingum á stígum o.fl. næst Hafnarfjarðarvegi sem tengjast bráðabirgðaútfærslum á Hafnarfjarðarvegi og gatnamótum við Vífilsstaðaveg og Lyngás. Tillögunni vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hraunsholt eystra – breyting á deiliskipulagi – forkynning

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra sem gerir ráð því að skipulagssvæðið minnkar við gatnamót Lækjarfitjar og Hafnarfjarðarvegar. Tillögunni vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Miðbær, neðsta svæði (svæði III) – breyting á deiliskipulagi – forkynning

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sveinatungureits sem gerir ráð fyrir því að svæðið sem deiliskipulagið nær til minnkar sem nemur gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnafjarðarvegar. Tillögunni vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ásgarður – breyting á deiliskipulagi – forkynning

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breyttri legu göngustígs við Hraunsholtslæk og á fyrirkomulagi bílastæða. Tillögunni vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hörgatún 2 – breyting á deiliskipulagi – forkynning

Tillaga að breyting á deiliskipulagi Hörgatúns 2. Tillagan gerir ráð fyrir skerðingu í norðvesturhorn lóðar vegna útfærslu á hringtorgi á gatnamótum Litlatúns og Vífilsstaðavegar. Tillögunni vísað til forkynningar í samræmi við 3. mgr 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar frá 27. desember 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar um tillögurnar á netfangið skipulag@gardabaer.is Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 28. janúar 2019.

Boðað er til íbúafundar í Flataskóla miðvikudaginn 9. janúar klukkan 17:15-19:00. Þar verða tillögurnar kynntar og spurningum svarað.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri