Fréttir
Fyrirsagnalisti

Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða
Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar verður að þessu sinni dagana 24. apríl – 8. maí nk. en þá eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt. Vorhreinsun lóða fer svo fram 8-19. maí.

Fræðslu- og upplýsingafundur vegna ágangs máva
Fræðslu- og upplýsingafundur vegna máva verður haldinn fyrir íbúa Garðabæjar miðvikudaginn 12. apríl kl. 17 í Sjálandsskóla.

Endurnýjun samnings við Skógræktarfélag Garðabæjar
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, skrifuðu undir endurnýjaðan samning milli bæjarins og skógræktarfélagsins á aðalfundi Skógræktarfélags Garðabæjar 20. mars síðastliðinn.

Nýtt flokkunarkerfi úrgangs
Nú styttist í að nýtt flokkunarkerfi úrgangs verði innleitt á höfuðborgarsvæðinu þegar söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi bætist við söfnun á plastumbúðum, pappír/pappa og blönduðum úrgangi við hvert heimili.

75% nýting á hvatapeningum
Alls var 75% nýting á hvatapeningum árið 2022. 3.705 börn í Garðabæ áttu rétt á hvatapeningum og 2.761 barn nýtti sér réttinn. Heildarúthlutun hvatapeninga var 133.294.802 kr.

Samningur við Félag eldri borgara í Garðabæ undirritaður
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Garðabæ nú í lok febrúar, undirrituðu Laufey Jóhannsdóttir, formaður félagsins og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, nýjan samstarfssamning um áframhaldandi stuðning bæjarins við heilsu- og líkamsrækt eldri borgara í Garðabæ.

Fræðslu- og upplýsingafundur vegna máva
Fræðslu- og upplýsingafundur vegna máva verður haldinn fyrir íbúa Garðabæjar miðvikudaginn 12. apríl kl. 17 í Sjálandsskóla.

Innritun í grunnskóla og kynningar fyrir foreldra og nemendur
Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2017) og 8. bekk (f. 2010) hefst í dag og fer fram dagana 1. - 10. mars nk. Grunnskólarnir í Garðabæ bjóða í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna.

Sumarstörf fyrir ungt fólk -umsóknarfrestur til og með 6. mars
Garðabær hefur auglýst til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk árið 2023 og rennur umsóknarfrestur út mánudaginn nk. 6. mars.

Mikil ánægja íbúa með þjónustu Garðabæjar
Garðabær lendir í 1. sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum í árlegri þjónustukönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2022. Á heildina litið eru niðurstöður úr þjónustukönnunni mjög góðar og ánægjulegt að margar spurningar hækka enn í skori á milli ára og að í flestum spurningum er Garðabær að skora töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga..

Tími til að gefa fuglum
Í veðurfari síðustu vikna og mánaða og þá eiga fuglar erfiðara með að finna sér æti. Þetta á bæði við um stærri fugla eins og grágæsir og einnig um smáfuglana sem sækja garða heim.

Vilja fjölga íbúðum Brynju í Garðabæ
„Við höfum átt afskaplega farsælt samstarf við Brynju leigufélag hér í Garðabæ en félagið á nú þegar 24 íbúðir hér í bænum. Við viljum fjölga þeim um 11 á næstu fimm árum og meta það í sameiningu hvernig best er að byggja upp eignasafn Brynju í Garðabæ þannig að það komi sem best til móts við þarfir öryrkja og fatlaðs fólks í sveitarfélaginu,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri.
- Fyrri síða
- Næsta síða