Fréttir (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Fjölmargir nýir leikvellir í Garðabæ
Í Garðabæ er alltaf stutt í næsta leikvöll en yfir 40 leiksvæði eru í Garðabæ. Mikil áhersla hefur verið lögð á barnvænt umhverfi inni í hverfunum og spila leikvellir þar stórt hlutverk. Undanfarin ár hafa fjölmargir leikvellir verið endurbættir í Garðabæ og aðrir nýir bæst við. Um er að ræða 19 leiksvæði sem eru ný eða hafa verið gerð upp á síðustu 2-4 árum.

Samningur við Sjómannadagsráð um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis
Í desember sl. endurnýjuðu Garðabær og Sjómannadagsráð samstarfssamning frá árinu 2017 um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis og dagdvalar.

Flataskóli hlaut viðurkenningu frá UNICEF sem réttindaskóli
Í síðustu viku tók réttindaráð Flataskóla við viðurkenningu frá Unicef um að eftir úttekt þá hefur skólinn rétt á að kalla sig áfram réttindaskóla Unicef. Það var vel við hæfi að hafa athöfnina í lok þemadaga sem voru með yfirskriftinni „við erum öll jöfn“ sem er bein vísun í 2. grein barnasáttmálans.

Tunnuskipti vegna samræmds flokkunarkerfis hefjast í vor
Eins og fram hefur komið verður nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu innleitt á vormánuðum 2023 þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili.

Úthlutun styrkja úr Sóley
Hinn 12. desember sl. fór fram úthlutun styrkja úr Sóleyju, styrktarsjóði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, til nýsköpunarverkefna.

Kynning á fjárhagsáætlun
Þriðjudaginn 6. desember sl. var haldinn opinn fundur í Sveinatungu á Garðatorgi 7 um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023. Íbúar gátu komið á fundinn og fræðst um fjárhagsáætlunina þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði eins og rekstur og fjárhagsstöðu, þjónustu, fræðslumál, velferðarmál, framkvæmdir, umhverfi, menningu og mannlíf. Hægt er að horfa á fundinn á vef Garðabæjar.

Nýtt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi í Garðabæ vorið 2023
Árið 2023 munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem taka gildi um áramótin, verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, lífrænan úrgang (matarleifar) og blandaðan úrgang.

Ábyrgur rekstur og sterk fjárhagsstaða
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember sl. Samhliða áætlun næsta árs var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2024, 2025 og 2026.
Fjárhagslegt svigrúm er til að sækja fram en einnig til þess að viðhalda lágum og í sumum tilfellum lækka álögur á íbúa og fyrirtæki.Á árinu 2023 verður stóraukin áhersla á endurbætur á húsnæði og lóðum sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbygging innviða.

Evrópsk Nýtnivika -fataskiptimarkaður
Dagana 19.-27. nóvember næstkomandi stendur evrópsk Nýtnivika yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Rýnifundir almannavarna vegna Covid-19
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga í góðu samstarfi um almannavarnir. Undanfarna daga hafa almannavarnir höfuðborgarsvæðisins staðið fyrir rýnifundum til að draga lærdóm af Covid-19 aðgerðunum með það að markmiði að vera betur undirbúin fyrir næstu vá.

Vel heppnaður menntadagur
Menntadagur leik- og grunnskóla og frístundaheimila Garðabæjar var haldinn föstudaginn 28. október á starfsdegi skólanna.

Heilbrigð sál í hraustum líkama á Urriðabóli
Heilsuleikskólinn Urriðaból var opnaður í september síðastliðnum við Kauptún. Urriðaból í Kauptúni er sex deilda leikskóli fyrir 96 börn og er undanfari nýs leikskóla sem verður byggður við Holtsveg í Urriðaholti. Skólinn býður börnum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt.