Fréttir: Stjórnsýsla

Fyrirsagnalisti

Í efri röð er: Birgir Finnsson slökkviliðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar, Ásdís Gíslason, upplýsingafulltrúi Slökkviliðs höfuðborgarsvæ

11. nóv. 2022 Almannavarnir Covid–19 Stjórnsýsla : Rýnifundir almannavarna vegna Covid-19

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga í góðu samstarfi um almannavarnir. Undanfarna daga hafa almannavarnir höfuðborgarsvæðisins staðið fyrir rýnifundum til að draga lærdóm af Covid-19 aðgerðunum með það að markmiði að vera betur undirbúin fyrir næstu vá. 

30. sep. 2022 Félagslíf Grunnskólar Heilsueflandi samfélag Íþróttir og tómstundastarf Leikskólar Lýðheilsa og forvarnir Menning og listir Skólamál Stjórnsýsla Velferð : Forvarnavika Garðabæjar

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

30. sep. 2022 Fjármál Íbúasamráð Stjórnsýsla : Ábendingar og tillögur íbúa um fjárhagsáætlun bæjarins

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2023-2026.

Samstarfssamningur Garðbæjar og RannUng undirritaður.

29. sep. 2022 Barnasáttmálinn Leikskólar Skólamál Stjórnsýsla : Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng

Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.

Íbúafundur í Álftanesskóla 21. september 2022

23. sep. 2022 Álftanes Íbúasamráð Stjórnsýsla : Góðar umræður á Álftanesi

Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.

Miðbær Garðabæjar

21. sep. 2022 Atvinnulíf Garðatorg – miðbær Íbúasamráð Menning og listir Stjórnsýsla : Hvernig gerum við góðan miðbæ betri – hvernig vilt þú hafa Garðatorg?

Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nú hefur samráðsgátt um mótun miðbæjarins verið opnuð.

Íbúafundur í Flataskóla 14. september 2022

15. sep. 2022 Íbúasamráð Stjórnsýsla : Samtal við íbúa í fundaröðinni ,,Hvað finnst þér?"

Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir. 

Íbúafundir í Garðabæ - Hvað finnst þér?

30. ágú. 2022 Íbúasamráð Stjórnsýsla : Hvað finnst þér? Íbúafundir í september

Í september verður blásið til íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Hvað finnst þér?“ með Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjórum hjá bænum. Íbúafundirnir verða haldnir miðvikudagana 7., 14. og 21. september og þriðjudaginn 27. september kl. 19:30-21:00 í mismunandi skólum bæjarins.

Hopur

26. ágú. 2022 Stjórnsýsla Umhverfið Umhverfismál : Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2022

Fimmtudaginn 25. ágúst voru umhverfisviðurkenningar Garðabæjar fyrir árið 2022 afhentar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi.  

Undirritun samkomulags um lok uppbyggingar byggðar í Urriðaholti.

29. des. 2021 Framkvæmdir Skipulagsmál Stjórnsýsla : Samkomulag um lok uppbyggingar í Urriðaholti

Garðabær og Urriðaholt ehf hafa gert samkomulag um lok uppbyggingar byggðar í Urriðaholti og eru aðilar sammála um það markmið að ljúka uppbyggingu hverfisins á árinu 2024.

Á barnið þitt rétt á viðbótarfrístundastyrk haustið 2021?

10. des. 2021 Covid–19 Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla : Á barnið þitt rétt á viðbótar frístundastyrk haustið 2021?

Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021

Rafrænt bókasafnsskírteini.

7. júl. 2021 Menning og listir Stjórnsýsla Þjónusta : Bókasafn Garðabæjar tekur upp stafrænt bókasafnsskírteini

Nú þarf þarf enginn að hafa af því áhyggjur af að gleyma bókasafnsskírteininu heima ef að síminn er með í för. Bókasafn Garðabæjar býður nú gestum sínum að umbreyta plastskírteininu í stafræna mynd sem er geymd í veskisappi í snjallsímanum.

Síða 1 af 2