15. sep. 2022 Íbúasamráð Stjórnsýsla

Samtal við íbúa í fundaröðinni ,,Hvað finnst þér?"

Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir. 

  • Íbúafundur í Flataskóla 14. september 2022
    Íbúafundur í Flataskóla 14. september 2022

Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir. 

Á fundinum var Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar með stutt innlegg í byrjun fundar og því næst voru stuttar kynningar frá þeim Eiríki Birni Björgvinssyni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunni Árnadóttur yfirfélagsráðgjafa á fjölskyldusviði, Guðbjörgu Brá Gísladóttur deildarstjóra framkvæmda- og umhverfis og Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra. Auk þeirra voru fleiri starfsmenn bæjarins til staðar tilbúnir að svara fyrirspurnum.  Fundargestir í Flataskóla báru upp margar fyrirspurnir um m.a. samgöngumál, fráveitumál, hljóðvarnir, gróðurhirðu á lóðum sem og opnum svæðum, tónlistar- og íþróttastarf, snjómokstur og margt fleira. 

Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar

Íbúafundur í Flataskóla 14. september 2022Samantekt af fundunum og það helsta sem kemur fram á hverjum fundi verður birt á vef Garðabæjar að lokinni fundarröð.

Næstu fundir 21. september og 27. september

Miðvikudaginn 21. september kl. 19:30 verður íbúafundur í Álftanesskóla þar sem íbúar í Álftanesi eru sérstaklega velkomnir. Síðasti fundurinn í fundaröðinni verður haldinn þriðjudaginn 27. september í Sjálandsskóla og þar eru íbúar Arnarness, Akrahverfis, Ásahverfis, Garðahverfis, Garðahrauns, Prýðishverfis, í Grundum, í Hleinum, í Hólum og Sjálandshverfis sérstaklega velkomnir.

Á fundunum verður kynning á helstu málefnum, s.s. skólamálum, fjölskyldumálum, umhverfismálum og framkvæmdum í hverfunum. Góður tími verður fyrir fyrirspurnir og umræður á staðnum og boðið verður upp á kaffi og veitingar um kvöldið.

 Hverfaskipting á fundunum er þó eingöngu til viðmiðunar og allir íbúar velkomnir á þann fund sem hentar best. 

Fyrir áhugasama sem vilja fylgjast með en komast ekki á fundina verður hægt að fylgjast með fundunum í beinu streymi. Hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is er hægt að nálgast upplýsingar um íbúafundina í september og á facebooksíðu bæjarins