Fréttir: Skólamál

Fyrirsagnalisti

Menntadagur 2022.

31. okt. 2022 Grunnskólar Leikskólar Skólamál Þróunarsjóðir : Vel heppnaður menntadagur

Menntadagur leik- og grunnskóla og frístundaheimila Garðabæjar var haldinn föstudaginn 28. október á starfsdegi skólanna.

Börn á heilsuleikskólanum Urriðabóli

28. okt. 2022 Leikskólar Skólamál Urriðaholt : Heilbrigð sál í hraustum líkama á Urriðabóli

Heilsuleikskólinn Urriðaból var opnaður í september síðastliðnum við Kauptún. Urriðaból í Kauptúni er sex deilda leikskóli fyrir 96 börn og er undanfari nýs leikskóla sem verður byggður við Holtsveg í Urriðaholti. Skólinn býður börnum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt.

18. okt. 2022 Grunnskólar Skólamál Umhverfið Umhverfismál Útivist : Útikennsla við Vífilsstaðavatn

Undanfarin 23 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson fiskifræðingur og þróunarvistfræðingur séð um útikennsluna og honum til aðstoðar er starfsfólk garðyrkjudeildar.

30. sep. 2022 Félagslíf Grunnskólar Heilsueflandi samfélag Íþróttir og tómstundastarf Leikskólar Lýðheilsa og forvarnir Menning og listir Skólamál Stjórnsýsla Velferð : Forvarnavika Garðabæjar

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Samstarfssamningur Garðbæjar og RannUng undirritaður.

29. sep. 2022 Barnasáttmálinn Leikskólar Skólamál Stjórnsýsla : Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng

Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.