Fréttir
Fyrirsagnalisti

Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Undanfarin 23 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson fiskifræðingur og þróunarvistfræðingur séð um útikennsluna og honum til aðstoðar er starfsfólk garðyrkjudeildar.

Heiðmörk stækkar
Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðabær hafa gert þjónustusamning um áframhaldandi samstarf um ræktun, umsjón og eftirlit með skógræktar- og útivistarsvæðum í landi Garðabæjar, sem einnig felur í sér stækkun friðlandsins. Svæðið sem nú bætist við Heiðmörk er í landi Garðabæjar og liggur milli Heiðmerkur og friðlýsts svæðis Búrfells.